Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 74

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 74
S t e i n u n n I n g a Ó t t a r s d ó t t i r 74 TMM 2015 · 2 á toppi fjalls, baðaður tunglskini. Kannski hafði þetta allt verið skipulagt af ýtrustu nostursemi, allt frá upphafi (156). K neitar sér um vist í handanheiminum og er því kyrr á sínum sporbaug. Hann snýr aftur heim og heldur áfram í daufgerðri og vanabundinni tilveru sinni, engu nær og jafneinmana sem fyrr. „Og nú var svona komið fyrir mér, ég var fastur í lokaðri hringrás, spólandi í sama farinu. Vissi að ég kæmist hvergi en spólaði engu að síður. Ég varð. Varð að halda því áfram, því annars gæti ég ekki lifað af“ (73). Spútnik-Ástin er sennilega torræðasta bók Murakami, hún er stutt en samt einhvern veginn endalaus því henni lýkur á símtali sem gefur nýja von. Einmanaleikinn í þessu verki Murakami er yfirþyrmandi, fjarlægð og firring allsráðandi og einstaklega niðurdrepandi. Ást Miu og Sumire getur ekki orðið nema með fullkominni einsemd (107) og mannkynið er eins og niðjar Spútniks: „Einmana málmsálir í óheftu myrkri geimsins, þær mætast, fara framhjá annarri, og fjarlægjast, hittast aldrei framar“ (164). Einmanaleikinn er lykilþáttur í öllum verkum Murakami, stef sem ómar í öllum hans verkum. Hvers vegna er fólki áskapað að vera svona einmana? Hver er tilgangurinn með þessu öllu? Í heiminum skiptir það fólk milljónum sem þráir og lítur til annars fólks í von um fullnægju, en einangrar sig samt sem áður. Af hverju? Var jörðinni komið fyrir hér til þess að næra einmanaleika mannsins? (163) Árið 2004 kom út smásagnasafn eftir Murakami í þýðingu Ugga sem ber heitið Eftir skjálftann. Titillinn skírskotar til mannskæðs jarðskjálfta sem varð í Kobe í Japan 1995 en þar ólst Murakami m.a. upp. Smásögurnar í safninu eru sex og gerast allar í febrúar, mánuði eftir skjálftann. Áhrifa hans gætir á líf allra sögupersónanna sem þó voru hvergi nærri þegar skjálftinn reið yfir. Neðanjarðaröfl eru Murakami greinilega hugleikin en eins og kunnugt er búa Japanir á jarðskjálftasvæði. Í súrrealísku smásögunni „Ofur- froskur bjargar Tókýó“ taka tröllsleg náttúruöflin á sig mynd risavaxins Orms sem liggur í dvala undir borginni og skekur jörðina þegar hann reiðist. Í „Öll guðs börn geta dansað“ er sérkennileg sýn á náttúruöflin: „… þá fór hann allt í einu að hugsa um það sem lægi grafið langt niðri í jörðinni sem hann stóð á svo traustum fótum: ógnvænlegir skruðningar hins dýpsta myrkurs, leynd fljót sem flyttu þrár, slímug kvikindi sem iðuðu, felustaðir jarðskjálfta sem biðu þess að leggja heilar borgir í rúst. Allt þetta átti einnig sinn þátt í að skapa takt jarðarinnar“ (75). Sögurnar í safninu fjalla um mikinn harm en eru áhrifamiklar í kyrrð sinni og tilgerðarleysi. Undir yfirborðinu eru þær tilfinningaríkar án væmni eða helgislepju og taka á sammannlegu og sígildu efni. Í þeim eru svipuð þemu og í skáldsögum Murakami: einmanakennd og rótleysi, höft og höfnun, jazz og dularfullar konur, ást(leysi) og undarleg vináttubönd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.