Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 131

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 131
Á d r e p u r TMM 2015 · 1 131 vel við hér í dag: Við verðum fyrir mun meiri áhrifum af umhverfinu en við gerum okkur grein fyrir, og erum tilbú- in til að viðurkenna. Og nokkrar vel þekktar kerfisbundnar skekkjur ein- kenna þankagang okkar og geta ýkst við ákveðnar aðstæður. Víkjum fyrst að aðstæðunum. Megin- einkenni aðstæðna íslenskra stjórnmála er vitanlega smæð og einsleitni sam- félagsins. Smæðin leiðir af sér að sérlega mikið er um persónuleg tengsl og frændsemi. Einsleitnin leiðir af sér að minni þörf en ella hefur verið á því að sýna nærgætni og taka tillit til margvís- legra sjónarmiða ólíkra hópa. En smæðin veldur einnig því að okkur skortir mjög ákveðna þætti í stjórnsýsluferlinu, fyrst og fremst ítar- lega gagnaöflun og rannsóknarvinnu, bæði í aðdraganda laga- og reglugerðar- setningar, sem og við eftirlit þeirra. Á Íslandi finnast t.d. mjög fáar burðugar sjálfstæðar rannsóknastofnanir eða þankaveitur sem geta haft milligöngu milli fræðilegra rannsókna og stefnu- mótunar. Við þetta bætist síðan að á Íslandi hefur virðingarleysi í garð sérfræðinga og fræðimanna verið nokkuð landlægt. Hugsanlega er það runnið af sama meiði og sú staðreynd að Íslendingum er ekki sérlega tamt að hugsa og tala gagnrýnið um hugmyndir. Við virðumst gera minna af því en margar nágrannaþjóðir að kenna börnunum okkar og ungu fólki listina að hugsa óhlutbundið og færa rök fyrir máli sínu í heyranda hljóði. Um þetta geta margir vitnað sem reynslu hafa af skólakerfum beggja vegna Atlantshafsins. Og loks má nefna að mikill óstöðug- leiki er í framtíðarsýn, stefnu og mark- miðum stjórnvalda, þ.e. þau breytast gjarnan nokkuð bratt við hver stjórnar- skipti og ólíkt t.d. því sem gerist á Norður löndunum hefur skort á víðtækt samráð allra hagsmunaaðila til að móta sameiginlega langtíma stefnu. Allar þessar aðstæður leiða til þess að ýmsar kerfisbundnar skekkjur í þanka- gangi eiga greiðari leið inn í umræðuna en ellegar væri. Þessar skekkjur eru margar og misáhrifamiklar, en ég læt duga að nefna hér einungis þá sem köll- uð hefur verið „móðir allra skekkja“ og það er oftrúin á sjálfum sér. Í stuttu máli ofmetum við hæfni okkar til þess að taka ákvarðanir, gefum óvissu ekki nándar nærri nægan gaum, erum áhugalaus um að sannreyna forsendur skoðana okkar og hundsum vísbending- ar um að við kunnum að hafa rangt fyrir okkur. Rannsóknir hafa sýnt að fólk með oftrú á sjálfu sér er ekkert hæf- ara til starfa en aðrir, nema síður sé, en það er oft ranglega talið sérlega hæft og endar því mjög oft í valdastöðum. Fylgifiskur oftrúarinnar á sjálfan sig er mikið rannsökuð skekkja sem kallast „naív raunhyggja“, sú staðfasta trú að manns eigin sýn og skoðanir séu hinar réttu og skynsömu, og að þau sem eru okkur ósammála séu illa upplýst og vanti einfaldlega meiri upplýsingar um málið – að öðrum kosti greindarskert eða illa innrætt. Af öllum þekktum þankaskekkjum tel ég að naív raun- hyggja sé versti óvinur góðrar stjórn- málaumræðu. Vegna naívrar raunhyggju verður það meginkeppikefli í skoðana- skiptum að koma sínum sjónarmiðum að, leiðrétta það sem viðkomandi telur misskilning og fáfræði viðmælandans – og er um leið sneyddur áhuga á að hlusta á sjónarmið annarra og telur það fráleitt að komast að einhverskonar málamiðl- un, mætast á miðri leið, því það hlyti að vera lakari niðurstaða en ef viðmælandi viðkomandi myndi bara fást til þess að taka sönsum og gefast upp. Samskipti fólks á mjög öndverðum meiði enda því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.