Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 139

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 139
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2015 · 4 139 bardagann, eftir nokkrar vísbendingar um átök hittir lesandi fljótlega fyrir ‚dreka‘, víkingaskip með útskornu drekahöfði sem staðfestir að orrusta sé framundan. Áður var litið við í herbúð­ um Ólafs, þar sem hann fer um, brennir goð og safnar að sér liði. Bardaginn byrjar svo um rétt rúmlega hálfnaða bók og tekur yfir það sem eftir er. Þrátt fyrir að vera enginn sérstakur aðdáandi lang­ varandi stríða þá get ég ekki annað sagt en að Snorra hafi tekist vel upp í því að tefla fram sínum ólíku sveitum og leika sér með ýmsar útgáfur og útfærslur: með því að skipta ört á milli sjónar­ horna (annað kvikmyndatrikk) verður lýsingin aldrei beint langdregin og hetjuskapur hetjanna ekki of þreytandi. Það sama er svo endurtekið í síðustu bókinni, en þar fer fram tveimur bar­ dögum. Klisjurnar eru vissulega víðs­ vegar, en því má ekki gleyma að fantasí­ ur af þessu tagi eru bundnar í strangar hefðir (eins og reyndar allar bók­ menntagreinar, tilraunabókmenntir eru jafnbundnar sínum uppbrotum á frá­ sögn og frásagnarbókmenntir eru háðar línulegri framvindu) og það sem lesend­ ur þeirra leita að er hæfileg blanda hins kunnuglega í bland við eitthvað nýstár­ legt. Snorri heldur þessu jafnvægi með ágætum, þekking hans á Íslendingasög­ um og konungasögum kemur honum að góðum notum og leikurinn með pers­ ónur sem reynast ekki allar þar sem þær eru séðar virkar vel – án þess þó að koma brjálæðislega á óvart. The Valhalla Saga er gott dæmi um vandaða víkinga­fantasíu, skrifuð af höfundi sem gerþekkir formið og kann að vinna með það. Bækurnar vaxa eftir því sem líður á, atburðarásin er hröð, skemmtileg og tilgerðarlaus og umfram allt laus undan þeirri áþján að bera táknræna byrði. Það kemur þó ekki í veg fyrir að finna megi pólitískar tilvís­ anir til nútíma í sögu Snorra, bara það að leggja trúarbragðadeilur til grund­ vallar gefur tilefni til vangaveltna um þær átakalínur sem víða má sjá í sam­ tímanum. Slíkt verður þó aldrei yfir­ þyrmandi, hér er það skemmtigildið sem er í fyrirrúmi. Tilvísanir 1 Ritstjóri minnti réttilega á að það er löng og virðuleg hefð fyrir því að íslenskir rithöf­ undar skrifi fyrir erlenda markaði, enda sá innlendi afskaplega smár. Íslenskir skrifarar framleiddu handrit fyrir norskan markað á miðöldum og nokkru síðar völdu sumir íslenskir rithöfundar að skrifa á dönsku til að stækka markaðssvæði sitt. Einnig benti GAT á að það að skrifa á ensku losar Snorra undan fargi sagnastíls menningararfsins að einhverju leyti, erlent tungumál býður upp á meira svigrúm. Á hinn bóginn mætti líka segja að með því að skrifa á ensku sitji hann uppi með annan farangur, þann sem fylgir (miðalda)fantasíu­skrifum á því máli. Í öllu falli hefði verið spennandi að sjá hann takast á við að velja sögum sínum íslenskt málsnið. 2 Þessi má geta að aðrir furðusagnahöfundar hafa valið að skrifa á ensku, m.a. höfundar bóka byggðra á gagnvirka netleiknum Eve Online, einnig má nefna Gunnhildi Magn­ úsdóttur og Nönnu Árnadóttur sem sendi frá sér Zombie Iceland árið 2011 (sjá ritdóm úd á Bókmenntavef Borgarbókasafnsins: http://bokmenntir.is/desktopdefault.aspx/ tabid­3409/5648_read­27704/6711_view­ 5064/6709_page­5/). 3 Enda hafði trúarbragðafræðingurinn faðir minn mjög gaman af fyrstu bókinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.