Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 139
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2015 · 4 139
bardagann, eftir nokkrar vísbendingar
um átök hittir lesandi fljótlega fyrir
‚dreka‘, víkingaskip með útskornu
drekahöfði sem staðfestir að orrusta sé
framundan. Áður var litið við í herbúð
um Ólafs, þar sem hann fer um, brennir
goð og safnar að sér liði. Bardaginn
byrjar svo um rétt rúmlega hálfnaða bók
og tekur yfir það sem eftir er. Þrátt fyrir
að vera enginn sérstakur aðdáandi lang
varandi stríða þá get ég ekki annað sagt
en að Snorra hafi tekist vel upp í því að
tefla fram sínum ólíku sveitum og leika
sér með ýmsar útgáfur og útfærslur:
með því að skipta ört á milli sjónar
horna (annað kvikmyndatrikk) verður
lýsingin aldrei beint langdregin og
hetjuskapur hetjanna ekki of þreytandi.
Það sama er svo endurtekið í síðustu
bókinni, en þar fer fram tveimur bar
dögum. Klisjurnar eru vissulega víðs
vegar, en því má ekki gleyma að fantasí
ur af þessu tagi eru bundnar í strangar
hefðir (eins og reyndar allar bók
menntagreinar, tilraunabókmenntir eru
jafnbundnar sínum uppbrotum á frá
sögn og frásagnarbókmenntir eru háðar
línulegri framvindu) og það sem lesend
ur þeirra leita að er hæfileg blanda hins
kunnuglega í bland við eitthvað nýstár
legt. Snorri heldur þessu jafnvægi með
ágætum, þekking hans á Íslendingasög
um og konungasögum kemur honum að
góðum notum og leikurinn með pers
ónur sem reynast ekki allar þar sem þær
eru séðar virkar vel – án þess þó að
koma brjálæðislega á óvart.
The Valhalla Saga er gott dæmi um
vandaða víkingafantasíu, skrifuð af
höfundi sem gerþekkir formið og kann
að vinna með það. Bækurnar vaxa eftir
því sem líður á, atburðarásin er hröð,
skemmtileg og tilgerðarlaus og umfram
allt laus undan þeirri áþján að bera
táknræna byrði. Það kemur þó ekki í
veg fyrir að finna megi pólitískar tilvís
anir til nútíma í sögu Snorra, bara það
að leggja trúarbragðadeilur til grund
vallar gefur tilefni til vangaveltna um
þær átakalínur sem víða má sjá í sam
tímanum. Slíkt verður þó aldrei yfir
þyrmandi, hér er það skemmtigildið
sem er í fyrirrúmi.
Tilvísanir
1 Ritstjóri minnti réttilega á að það er löng og
virðuleg hefð fyrir því að íslenskir rithöf
undar skrifi fyrir erlenda markaði, enda sá
innlendi afskaplega smár. Íslenskir skrifarar
framleiddu handrit fyrir norskan markað
á miðöldum og nokkru síðar völdu sumir
íslenskir rithöfundar að skrifa á dönsku til
að stækka markaðssvæði sitt. Einnig benti
GAT á að það að skrifa á ensku losar Snorra
undan fargi sagnastíls menningararfsins að
einhverju leyti, erlent tungumál býður upp
á meira svigrúm. Á hinn bóginn mætti líka
segja að með því að skrifa á ensku sitji hann
uppi með annan farangur, þann sem fylgir
(miðalda)fantasíuskrifum á því máli. Í öllu
falli hefði verið spennandi að sjá hann takast
á við að velja sögum sínum íslenskt málsnið.
2 Þessi má geta að aðrir furðusagnahöfundar
hafa valið að skrifa á ensku, m.a. höfundar
bóka byggðra á gagnvirka netleiknum Eve
Online, einnig má nefna Gunnhildi Magn
úsdóttur og Nönnu Árnadóttur sem sendi
frá sér Zombie Iceland árið 2011 (sjá ritdóm
úd á Bókmenntavef Borgarbókasafnsins:
http://bokmenntir.is/desktopdefault.aspx/
tabid3409/5648_read27704/6711_view
5064/6709_page5/).
3 Enda hafði trúarbragðafræðingurinn faðir
minn mjög gaman af fyrstu bókinni.