Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 20
Halldór Killian Laxness
She folds out before her the double leather straps of the whip,
kissing it with all the voluptuousness and pathos of the primitive.
Drög að kvikmyndahandriti
um lífið við sjávarsíðuna á íslandi
Hugmyndir að titli:
1. SalkaValka
2. Kona í síðbuxum
3. íslenska svipan
Staðarlýsing.
Það er heillandi frumstæður blær á allri sögunni. Yfirbragð harðrar lífsbaráttu og fá-
tæktar. Óheflaðar tilfinningar. Persónurnar eru ruddalegar, einfaldar og frumstæðar.
Náttúran er makalaust hrjóstrug og villt; hafið venjulega órólegt, og sálarlíf persón-
anna er nátengt þessari villtu náttúru. Vandlega og listilega útfærð smáatriði gefa
sögunni staðbundinn svip og auka á sérkennilegan stíl hennar.
Óþrifalegt fiskiþorp undir hrikalegum íjöllum á strönd íslands. Veiðiaðferðir eru
með sama frumstæða hætti og áður en vélbátar komu til sögunnar. Á hverjum báti
eru sex ræðarar og formaður. Þorskurinn setur mestan svip á bæinn.
Fyrsta kynning á söguhetju.
Ung kona stígur upp á bryggju úr bát og gengur í átt til þorpsins. Hún er há og sterk-
lega vaxin. I svip hennar má sjá ósnortinn hreinleika, fifldirfsku, frumstæðan þokka.
Hún er búin eins og sjómaður: víðar buxur, stígvélaskálmarnar ná upp fyrir hné,
pípa í munni.
Saga Sölku Völku, konunnar í síðbuxum.
Um fimmtán árum fyrr kom fátæk kona til þessa þorps ásamt óskilgetnu stúlkubarni
sínu - allslaus manneskja í atvinnuleit. Þorpsbúar, teprulegir og þröngsýnir, litu á
hana sem mellu og börnin hentu grjóti í hana og litlu dóttur hennar í hvert skipti
sem þær sáust á götum úti. Eftir innilegt tilhugalíf giftist hún varmenni. Ekki voru
þau fyrr gengin í hjónaband en hann fór að misþyrma henni, þrælkaði hana nótt og
dag, lamdi hana við hvert tækifæri í augsýn dóttur hennar. Þegar Salka Valka reynir
að komast í samband við önnur börn fara þau með hana eins og úrhrak. Henni leyf-
ist bara að horfa á hin börnin leika sér. Hún tekur eftir því að þegar börnin leika
„hjónalíf* þá lemur „eiginmaðurinn" alltaf „eiginkonuna“. Skýringin er sú að það sé
venja í hjónabandi að „berja konurnar“.
18
TMM 2004 • 1