Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 115
Þjóðlegt flóð? Sölvi er ólíkur flestum þeim ungu höfundum sem við höfum eignast undanfarið, kannski má segja að hann hafi fleiri bolta á lofti en þeir flest- ir. í Radíó Selfoss er unnið með táknheim og tungumál sem er miklu flóknara en birtist í verkum flestra yngri höfunda, að Steinari Braga und- anskildum. Boltarnir haldast að vísu ekki alltaf allir á lofti í einu og það kemur fyrir að lesandinn er nærri því að missa trúna á bókinni en samt er dýrmætt að eignast höfund sem tekur áhættuna fremur en að full- komna það sem hann veit að hann getur vel og hættir sér ekki út fyrir það. Fimmta bókin sem var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna var ljóðabókin Tvífundnaland eftir Gyrði Elíasson sem kom út í vor, frá- bær bók og léttari en margar ljóðabækur Gyrðis, þar hafa kankvísin og áreynsluleysið tekið við af myndvísi og tempruðum óhugnaði. Fyrst og fremst vitnar þessi bók þó um það hversu alger tök Gyrðis á ljóðmálinu eru orðin. Skáldsaga Gyrðis, Hótelsumar, er sömuleiðs dæmi um það hversu örugg tök hans á stíl og frásögn eru orðin. Því er ekki að leyna að ég, líkt og margir aðrir aðdáendur Gyrðis, hef undanfarin ár haldið niðri í mér andanum eftir breytingum á verkum Gyrðis. í Hótelsumri er eins og mótin séu að hreyfast úr stað, eins og hin mæralausa veröld draums og vöku, texta og veruleika sem við þekkjum úr verkum hans sé að þétt- ast og söguefnið og aðferðin að nálgast hefðbundnara raunsæi. Hægt og bítandi eignast persónurnar í verkum hans fortíð og taka upp samskipti við annað fólk. En breytingarnar gerast hægt og þegar líður á söguna er lesanda aftur boðið á kunnuglegar slóðir, þann heim sem hann þekkir úr fyrri verkum Gyrðis. Hér er ég, hver er ég? Þegar umræðan hefur ekki snúist um ævisögu Hannesar Hólmsteins um Halldór Laxness hefur töluvert verið rætt um svokallaðar játningabækur og líkt og umræðan um Hannes hefur sú umræða lifað af eftir jól. Krist- ján B. Jónasson fyrrum útgáfustjóri Forlagsins sagði í sjónvarpsþætti í janúar að þetta væri hið besta mál og til marks um áhuga fólks á sjálfmu, áhuga á því hvernig það sjálft er samansett, hvað hefur gert það að því sem það er. Mér finnst þetta snjöll leið til að sleppa undan hefðbundinni og nokkuð fyrirsjáanlegri gagnrýni á viðtalsbækur og játningar, semsagt þeirri að þar sé spilað á lægstu hvatir lesenda, gægjuþörf og hnýsni um prívatlíf náungans. En þótt þetta sé snjallt hjá Kristjáni er ég ekki viss um að hann slái alla slíka gagnrýni út af borðinu. Það getur verið að ég sé bæði íhaldssamur og fordómafullur en ég vil halda í greinarmun á játn- TMM 2004 • 1 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.