Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 48
Ævar Örn Jósepsson
„Og Guðrún og Marinó í hinu. Þau voru farin að sofa þegar Mika-
el ákvað að gista...“ Hann leit afsakandi á Stefán og Katrínu. Stef-
án rumdi.
„Ég skil. Og þetta var, hvað sagðirðu, klassískt pepp-partí?“ Karl
kinkaði ákaft kolli. „Sem þýðir hvað?“ Karl neri saman höndunum
og lifnaði allur við.
„Þið kannist við hugtakið hópefli, er það ekki?“ spurði hann.
„Tím spirit?“ Stefán andvarpaði í huganum. Katrín brosti ósýni-
legu brosi. „Sko,“ sagði Karl ákafur, „við Helga ákváðum að það
væri kominn tími á að -“ Stefán stoppaði hann af með voldugum
hramminum.
„Ég veit, ég veit. Er þetta venjan? Að fólk gisti hjá ykkur í fram-
haldi af þessum -“ Stefán klóraði sér bakvið eyrað með pennanum
en fann ekkert þar og gretti sig. „Þessum pepp-partíum?“
„Nei,“ sagði Karl. „og stóð svosem ekki til núna heldur. En þeg-
ar Jonni drapst oní klofið á sér buðum við Dísu gestaherbergið. Og
afþví að börnin eru ekki hjá okkur þessa helgina datt okkur í hug
að bjóða þeim sem búa lengst í burtu frá okkur að fleygja sér bara
í þeirra herbergi. Við klárum þetta alltaf með brönsj á sunnudeg-
inum, skilurðu. Þægilegra fyrir þau að liggja bara hér yfir nóttina.
Og ódýrara auðvitað.“
Stefán kinkaði kolli.
„En það voru semsagt fleiri hér í gærkvöldi?11
„Jájá. Við vorum fjórtán, einsog venjulega. Og svo - og svo
Mikael, semsagt.“
„Alltaf sama fólkið í þessum -“ aftur klóraði Stefán sér bakvið
eyrað með blýantinum og aftur gafst hann upp. „Þessum pepp-
partíum?“ Húsráðandinn kinkaði kolli. „Þannig að það þekktu all-
ir alla?“
„Nema kannski Mikael, já.“
„Vel?“ spurði Katrín. Karl yppti öxlum.
„Ég veit það nú ekki. Við höfum haldið svona partí einusinni til
tvisvar á ári síðustu íjögur árin. Ég held að þau umgangist ekki
mikið þar fyrir utan.“ Katrín punktaði þetta samviskusamlega hjá
sér.
„En þessi Mikael,“ spurði hún svo, „hvernig kemur hann inní
þetta? Hann var ekki fastagestur í þessum - samkundum, ekki einn
46
TMM 2004 • 1