Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 75
Neikvæðið í tilverunni og tímunum X- Ég sagði hér að framan að freistandi væri að reyna að leita svars við því hversvegna Sigfús tók að yrkja bjartsýnisljóðin á sjöunda áratugnum.28 Fyrir því eru án alls efa margar ástæður, sumar heimssögulegar, aðrar persónulegar. Einn þáttur svarsins er, að minni hyggju, að honum hafi blöskrað sú ríka tilhneiging margra að halda í þá trú að Sovétríkin væru á réttri braut og gætu vísað öðrum leið til sósíalisma, löngu eftir að ljóst mátti vera að svo var ekki; blöskrað „sú brjálsemi sem falin er í því að halda því fram að alt sé í lagi þegar alt er í ólagi“, svo aftur sé vísað til um- mæla Birtíngs og biturrar reynslu hans af bjartsýninni. En minnkandi sigurhorfur sósíalisma í veröldinni ásamt vaxandi viðgangi kapítalisma voru áreiðanlega Sigfúsi sjálfum þungt áfall og breyttu heimsmynd hans. Ætla má að orð hans frá 1964 um „hinn leynda harmleik vorra tíma“ taki ekki einungis til annarra manna. Þessi breytta vígstaða var áberandi á Is- landi viðreisnaráranna. Einsog ljóst má vera af ýmsum ljóðum og rit- gerðum Sigfusar frá því skeiði þótti honum hið pólitíska og menningar- lega andrúmsloft í Reykjavík þjakandi og viðbrigðin eftir Parísardvölina voru mikil. Grunnfærnislegt væri þó að hugsa einungis um lækkandi gengi sósíalisma í þessu sambandi. Það sem glatast hafði risti mun dýpra: það var sjálf ,trúin á manninn', og á möguleika mannsins til að búa sér skynsamlegt og réttlátt samfélag, sem beðið hafði hnekki. En persónulegar aðstæður Sigfúsar á sjöunda áratugnum höfðu áreið- anlega einnig áhrif á skoðanir hans á lífinu og bjartsýninni. Hann virðist fljótt hafa orðið vansæll í starfi sínu hjá Máli og menningu. Það kemur meðal annars fram í biturri athugasemd sem hann skrifaði á frönsku 1962 og byrjar svo: „C’est évident que ma vie ne peut pas continuer trés longtemps comme 9a“ (Það er deginum ljósara að ég get ekki haldið áfram að lifa svona mjög lengi).29 Hann segir nánast engan tíma gefast til að sinna því sem ætti að vera sinn aðalstarfi og hann hafi búið sig undir árum saman. Þar á hann örugglega við eigin skrif, skáldskap en ekki síð- ur bókmenntarýni. Hann verði að hætta að verja allri orku sinni í vana- bundin skrifstofustörf og ómerkilega snúninga við útgáfuna, oft frá níu á morgnana til ellefu á kvöldin. „Non, je n’ai pas le droit de continuer comme qa. Et pourquoi le ferais-je?“ (Nei, ég hef engan rétt til að halda svona áfram. Og því ætti ég að gera það?).30 Fleira kom þó vafalaust til en óhóflegt vinnuálag. Ég lít svo á að skoð- anaágreiningur við Kristin E. Andrésson og annar sambúðarvandi hjá Máli og menningu hafi verið helsta ástæða þess að Sigfús dró svo lengi að birta bjartsýnisljóðin og önnur ljóð ort um sama leyti - í áratug sum, TMM 2004 • 1 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.