Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 114
Jön Yngvi Jóhannsson En þetta er óþarflega leiðinlegur inngangur að því að byrja að tala um nýjustu skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur, Þegar stjarna hrapar. Þetta er þriðja bindið í þríleiknum sem hófst með Frá Ijósi til Ijóss og að sumu leyti nokkuð óvæntur endir. Þríleikurinn er orðin nokkuð löng og flók- in fjölskyldusaga sem nær yfir þrjár kynslóðir og tvær heimsálfur, bók- menntasögulega má leika sér með þá hugmynd að hér sameinist loks fullkomlega suðuramerískt og norrænt töfraraunsæi í einni sögu eftir að hafa tengst með margvíslegum hætti undanfarna áratugi. En síðasta bindið er líka óvænt, þar er leikið með sakamálasöguform- ið og þegar á líður fer sagan að líkjast meira og meira skáldsögu eftir Vig- dísi Grímsdóttur þar sem listin og sköpunin verða að tortímingarafli jafnt og skapandi og frjóvgandi kraffi. Að lokum veit lesandinn ekki í hvaða fót hann á að stíga, hvað er skáldskapur og hvað veruleiki, sagan verður eins og möbiusarborði þar sem engin leið er að átta sig á hvað er innra byrði og hvað ytra. Ég held að þetta sé sterkasti hluti þríleiksins og sagan varpar löngum skugga aftur í fyrri bindin. Að sumu leyti minnir þetta á síðustu stóru skáldsögu Vigdísar, Þögnina, þar sem lesandinn er teymdur inn í sögu sem virðist nokkuð blátt áfram og saklaus þar til hann er orðinn samsekur í stórglæpum. Þetta vekur þannig spurningar um það hvort fyrri bækur þríleiksins standi einar og sér. Ég er ekki viss en held að þessi saga Vigdísar sé best sem heild og þriðja bindið lykillinn að öllu saman. Árið 2002 var ár ungu höfundanna. Uppskeran af nýjum höfundum í ár er miklu minni. Það eru einkum þrjár skáldsögur sem ég staðnæmist við, allar eftir unga karlmenn: Radíó Selfoss eftir Sölva Björn Sigurðsson, Áhrifmín á mannkynssöguna eftir Guðmund Steingrímsson og Landslag er aldrei asnalegt eftir Bergsvein Birgisson sem áður var minnst á. Sögur þeirra Guðmundar og Sölva eru eins ólíkar og hugsast getur. Áhrif mín á mannkynssöguna er, þrátt fyrir mikilfenglegan titil, smá í sniðum á flest- an hátt, uppbyggingin minnir á smásögu og þræðirnir sem eru spunnir eru ekki margir. Þetta er hins vegar allt gert á afar vandaðan hátt og lýta- laust. Það er náttúrlega klisja að segja um verk af þessu tagi að það lofi góðu. En það á við í þessu tilfelli og ég held að Guðmundur hafi svolítið goldið þess að vera þekktur pistlahöfundur þegar menn dæmdu bók hans jafn hart og raun ber vitni. Radíó Selfoss eftir Sölva Björn Sigurðsson er á hinn bóginn langt ffá því að vera slétt og pússuð á yfirborðinu, ég ætla að láta eftir mér að vitna í sjálfan mig og segja aftur að þessi bók sé „byrjendaverk eins og byrj- endaverk eiga að vera“.4 Sagan hefur vissulega stóra galla en metnaðurinn og krafturinn sem bera hana uppi gera miklu meira en að vega þá upp. 112 TMM 2004 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.