Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 112
Jón Yngvi Jóhannsson hlutverk tvenns konar lúsera á alveg einstaklega sannfærandi hátt. Þess danska sem gerist snillingur í að lifa á kerfinu og sníkja út úr því allar bætur sem eru í boði og þess íslenska sem skrúfar neysluna 1 botn með fáránlega auðfengnu lánsfé án þess að detta í hug að nokkru sinni komi að skuldadögum. Náðarkraftur Guðmundar Andra Thorssonar á það sameiginlegt með Stormi að þar er aðaláherslan á persónulýsingar, en þar sem Stormur er mynd af einstaklingi er Náðarkraftur hópmynd. Og rétt eins og íslenski draumurinn á sínum tíma er hún að mörgu leyti analýtísk ritgerð í skáld- söguformi, tilraun til að skilja hugarástand og tímabil. Ekki síst þess vegna munu þeir sem auglýsa eftir plotti í skáldsögum fara í geitarhús að leita ullar í þessari bók. Þetta er bók um horfinn heim og hreyfingu fólks sem hefur lifað sjálft sig. Líf þeirra er orðið fastmótað, það er merkingar- laust nema vegna fortíðarinnar, en er um leið flótti frá þessari fortíð. Þess vegna hlýtur frásögnin að snúast um fortíðina, hún rekur sig eftir þeim blindgötum sem persónurnar hafa fetað til samtímans. Ég man ekki eftir neinum öðrum höfundi en Guðmundi Andra sem leggur jafn mikið í persónulýsingar og persónusköpun. Náðarkraftur er næstum eingöngu röð af persónulýsingum, frásagnir af örlögum ein- staklinga. Þegar þessum portrettum er svo raðað saman verður til ein- hverskonar mósaík af þeim menningarkima sem er íslenskur sósíalismi. En þessar persónulýsingar öðlast ekki bara gildi vegna þess að þær lýsa ákveðnum hópi manna, heldur taka örlög þeirra stundum á sig stærra snið. Örlög Baldurs, aðalpersónu Náðarkrafts, eru t.d. eftirminnileg og það er erfitt annað en að lesa inn í þau táknsögu sem skírskotar víðar en til íslenskra vinstrimanna. Hann er maðurinn sem fórnar bestu árum sínum í þágu stjórnmálanna án þess að skilja að þau snúast fyrst og fremst um undirferli og fals og endar ævina útbrunninn fyrir aldur fram, meistari blekkinga, dulbúninga og falsana í tveimur listgreinum. Hann hefur lifað 20. öldina á eigin skinni, frá öld öfga og hugsjóna til tíma eftir- líkinga og póstmódernisma. Önnur saga sem getur talist úttekt á tuttugustu öldinni og andrúms- lofti hennar, saga Sigurjóns Magnússonar, Borgir og eyðimerkur, er að sumu leyti framhald á umræðunni sem fór af stað eftir útkomu Höfundar íslands eftir Hallgrím Helgason. Hún er hluti af uppgjöri við kaldastríðið í bókmennta- og menningarlífi. Kristmann Guðmundsson er eitthvert þekktasta fórnarlamb kaldastríðsins að margra mati. Hann var sjálfur öt- ull við að minna á þær skrokkskjóður sem hann hlaut í átökum við vinstrisinnaða menntamenn og rithöfunda og hvorki hann né þeir sem hafa gengið fram fyrir skjöldu til að verja hann hin síðari ár hafa verið sér- 110 TMM 2004 ■ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.