Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 106
JÓNAS SEN að plokka í strengi hljóðfærisins og rífa burt nóturnar. Var þetta sjónar- spil svo vel gert að maður tók eiginlega ekkert eftir tónlist Snorra, sem var annars smekkleg og ljúf áheyrnar. Þó Sigurður sé ekki beint ballet- dansari var leikur hans tilgerðarlaus og sannfærandi og dans Lovísu var svo þokkafullur að maður gjörsamlega gleymdi stund og stað. Hvernig þau tvö sameinuðust í lokin án þess að vera með einhvern dónaskap var unaðslegur hápunktur á frábærum gjörningi, einstaklega fallegt augna- blik sem lengi verður í minnum haft.“ Sigur á óperusviðinu Það var þó í Gamla bíói sem dramað sló virkilega í gegn. Macbeth eftir Verdi þótti einhver besta sýning íslensku óperunnar í langan tíma og þar var ýmislegt sem kom á óvart. Leikmyndin var byggð á óreiðukenningu stærðfræðinnar, en það er aðferð sem stærðfræðingar nota til að gera hið ófýrirsjáanlega og tilviljunarkennda skiljanlegt. Samkvæmt óreiðukenn- ingunni geta einföldustu breytingar valdið mikilli röskun; ef fiðrildi blakar vængjum sínum veldur það hugsanlega náttúruhamförum hinu- megin á hnettinum. Sömu lögmál eru að verki í Macbeth, minnsta hug- arfarsbreyting leiðir til valdaráns, ógæfu og stríðs, og því þótti sviðs- myndin, sem samanstóð af flekum er raðað virtist af handahófi og minnti á risastóran, brotinn spegil, sérlega viðeigandi. Einsöngvararnir stóðu sig prýðilega og sérstaka athygli vakti Elín Ósk Óskarsdóttir í hlutverki Lafði Macbeth. Frammistaða hennar var í einu orði sagt stórfengleg. Elín var einmitt tilnefnd til fslensku tónlistarverð- launanna sem flytjandi ársins, og hvers vegna hún varð ekki hlutskörpust er mér fýrirmunað að skilja. Sömuleiðis er það mér ráðgáta af hverju hún hefur ekki komið fram offar í uppfærslum íslensku óperunnar í gegnum tíðina. Stal hún ekki senunni frá Kristjáni Jóhannssyni í Valdi örlaganna í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma? Nei, Elín hefði átt að fá íslensku tónlist- arverðlaunin sem flytjandi ársins, ekki Sinfónían. Stórkostlegur píanóleikari Ólíkt Macbeth olli sýning Sumaróperunnar vonbrigðum, en í ár sýndi hún Krýningu Poppeu eftir Monteverdi. Að mínu mati var sýningin ekki merkilegri en hver önnur nemendasýning þó framtakið í sjálfu sér hafi verið frábært. Talandi um sumarið þá þótti mér Skálholtshátíðin óvenju daufleg; meira að segja kaffihlaðborðið var ekki svipur hjá sjón, bara þjóðlegt f04 TMM 2004 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.