Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 96
Aðalsteinn Ingólfsson
sýningar sem hún hefur staðið að, sennilega meira en margir aðrir, auk
þess sem hún hefur ítrekað haldið því fram í viðtölum á síðum blaðsins
að framtíð íslenskrar myndlistar fælist í „útrás“ hennar, velgengni henn-
ar á erlendum mörkuðum. Hér skal ekki amast við þessum hagsmuna-
tengslum; svona gerast kaupin einfaldlega á eyrinni íslensku.
Fyrir tæpum tveimur árum eignaðist Edda síðan öflugan bandamann
á Morgunblaðinu, Fríðu Björk Ingvarsdóttur bókmenntafræðing, sem
hefur tekið bæði Gallerí 18 og útrás íslenskrar myndlistar upp á arma sér
af allt að því trúarlegri sannfæringu.
í framhaldinu hefur evangelíum myndlistarútrásarinnar verið boðað í
ógnarlöngum viðtölum við helstu listamenn sem 18 er með á sínum
snærum, Ólaf Elíasson og Roni Horn, til dæmis í Lesbók Morgunblaðs-
ins, í Tímariti blaðsins á sunnudögum, í sunnudagsbréfum blaðsins, í
opnuviðtölum við myndlistarmenn annars staðar í blaðinu, í fréttapistl-
um þess frá útlöndum, jafnvel í helgasta véi blaðsins, sjálfum leiðurun-
um. Angar af fagnaðarboðskap Fríðu hafa síðan slæðst inn í myndlistar-
gagnrýni á blaðinu. Frá því Súsanna Svavarsdóttir var og hét hefur menn-
ingarskríbent tæplega fengið eins mikið svigrúm fyrir áhugamál sín á
síðum Morgunblaðsins.
Þessi skrif í Morgunblaðinu hafa án efa verið helsta kveikjan að fund-
arhöldum um útrás og erlenda markaði sem skipulögð hafa verið víða
um bæinn undanfarin misseri, hjá samtökum myndlistarmanna, í
Nýlistasafninu, Listasafni Reykjavíkur, í Gerðarsafni og á útvarpsrásun-
um. Þar hefur mikill tími farið í umræður um markaði og sjóði úti í
löndum.
Þykir mér ekki ólíklegt að það sé fyrir þessi fundarhöld og annan upp-
safnaðan þrýsting sem samtök myndlistarmanna og menntamálaráðu-
neytið tóku þá ákvörðun fyrir nokkrum vikum að búa til appírat sem
nefnist Útflutningsmiðstöð myndlistarinnar.
Auðvitað er fagnaðarefni að Morgunblaðið og aðrir aðilar skuli vilja
rökræða af alvöru um myndlist. Og ekki dettur mér í hug að draga úr
markaðslegu og samskiptalegu mikilvægi þessarar margumræddu útrás-
ar fyrir listamennina, þótt ég viti að vísu engin dæmi þess að norrænn
listamaður hafi öðlast frægð og ríkidæmi annars staðar í veröldinni fyrir
tilhlutan hins opinbera. En í mínum augum er útrás myndlistarinnar
fyrst og síðast eins konar framhaldslíf hennar.
f þessari umræðu allri hefur það oftast nær gleymst að myndlistin á
sér annað líf. Það er lífið sem hún lifir - eða ætti að lifa - meðal okkar, í
íslensku samfélagi, sem skilgetið afkvæmi þess og hluti af menningarlegri
vitund. Ef eitthvað er í hana spunnið er hún spegilmynd þjóðfélagsins
94
TMM 2004 • 1