Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Síða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Síða 96
Aðalsteinn Ingólfsson sýningar sem hún hefur staðið að, sennilega meira en margir aðrir, auk þess sem hún hefur ítrekað haldið því fram í viðtölum á síðum blaðsins að framtíð íslenskrar myndlistar fælist í „útrás“ hennar, velgengni henn- ar á erlendum mörkuðum. Hér skal ekki amast við þessum hagsmuna- tengslum; svona gerast kaupin einfaldlega á eyrinni íslensku. Fyrir tæpum tveimur árum eignaðist Edda síðan öflugan bandamann á Morgunblaðinu, Fríðu Björk Ingvarsdóttur bókmenntafræðing, sem hefur tekið bæði Gallerí 18 og útrás íslenskrar myndlistar upp á arma sér af allt að því trúarlegri sannfæringu. í framhaldinu hefur evangelíum myndlistarútrásarinnar verið boðað í ógnarlöngum viðtölum við helstu listamenn sem 18 er með á sínum snærum, Ólaf Elíasson og Roni Horn, til dæmis í Lesbók Morgunblaðs- ins, í Tímariti blaðsins á sunnudögum, í sunnudagsbréfum blaðsins, í opnuviðtölum við myndlistarmenn annars staðar í blaðinu, í fréttapistl- um þess frá útlöndum, jafnvel í helgasta véi blaðsins, sjálfum leiðurun- um. Angar af fagnaðarboðskap Fríðu hafa síðan slæðst inn í myndlistar- gagnrýni á blaðinu. Frá því Súsanna Svavarsdóttir var og hét hefur menn- ingarskríbent tæplega fengið eins mikið svigrúm fyrir áhugamál sín á síðum Morgunblaðsins. Þessi skrif í Morgunblaðinu hafa án efa verið helsta kveikjan að fund- arhöldum um útrás og erlenda markaði sem skipulögð hafa verið víða um bæinn undanfarin misseri, hjá samtökum myndlistarmanna, í Nýlistasafninu, Listasafni Reykjavíkur, í Gerðarsafni og á útvarpsrásun- um. Þar hefur mikill tími farið í umræður um markaði og sjóði úti í löndum. Þykir mér ekki ólíklegt að það sé fyrir þessi fundarhöld og annan upp- safnaðan þrýsting sem samtök myndlistarmanna og menntamálaráðu- neytið tóku þá ákvörðun fyrir nokkrum vikum að búa til appírat sem nefnist Útflutningsmiðstöð myndlistarinnar. Auðvitað er fagnaðarefni að Morgunblaðið og aðrir aðilar skuli vilja rökræða af alvöru um myndlist. Og ekki dettur mér í hug að draga úr markaðslegu og samskiptalegu mikilvægi þessarar margumræddu útrás- ar fyrir listamennina, þótt ég viti að vísu engin dæmi þess að norrænn listamaður hafi öðlast frægð og ríkidæmi annars staðar í veröldinni fyrir tilhlutan hins opinbera. En í mínum augum er útrás myndlistarinnar fyrst og síðast eins konar framhaldslíf hennar. f þessari umræðu allri hefur það oftast nær gleymst að myndlistin á sér annað líf. Það er lífið sem hún lifir - eða ætti að lifa - meðal okkar, í íslensku samfélagi, sem skilgetið afkvæmi þess og hluti af menningarlegri vitund. Ef eitthvað er í hana spunnið er hún spegilmynd þjóðfélagsins 94 TMM 2004 • 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.