Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 120
Kristján Jóhann Jónsson formum goðsagna og ævintýra sem móta mestan hluta af frásögnum okkar og mannskilningi? Nú kann einhverjum að finnast að hér sé býsna stórt spurt en það er reyndar ekki svo. Allt þetta eru nauðsynlegar spurningar sem góðir ævi- sagnaritarar leggja fyrir sjálfa sig og reyna að svara í sögum sínum. í eftirmála við ævisögu Bjargar C. Þorláksson eftir Sigríði Dúnu Krist- mundsdóttur er talað um tvo meginþræði ævisagnaritunar sem eru saga einstaklingsins annars vegar og samfélagsins hins vegar.1 Persónan er eins og smækkuð mynd af samfélagi sínu, segir Sigríður Dúna. Sú mynd er jafnframt þverskurður sem sýnir sögu samfélags, menningar og þjóðfé- lagsbreytinga, myndin er aldrei alveg sú sama þó að hlutar séu sameigin- legir frá manni til manns. Þessi tvískipting eða aðgreining milli einstaklings og samfélags, tveggja frásagna sem eru í senn ein og tvær, er eins konar uppistaða í vef æfisög- unnar. Án hennar er ekki hægt að svara því hvernig viðkomandi einstakl- ingur tekur sig út úr hópnum og byrjar að verðskulda ævisögu. Þetta kemur fram á athyglisverðan hátt í ævisögu Stephans G. Stephanssonar eftir Viðar Hreinsson2 og ævisögu Vilhjálms Stefánssonar3 sem kom út fýrir jólin og er að sjálfsögðu meginefni bókar Guðjóns Friðrikssonar um Jón Sigurðsson forseta. Þessar tilgreindu ævisögur eru aldarspeglar en persónusögur líka. Þær eiga sameiginlegt að allar fjalla þær um persónur sem hafa verið umtalaðar, dáðar, öfundaðar og fýrirlitnar af samtíma- mönnum sínum. Ævisagnahöfundar hafa alltaf tilhneigingu til að taka upp hanskann fyrir sitt fólk, sýna það „eins og það raunverulega var“ þrátt fyrir ýmiss konar mótlæti; kvenhatur, andúð á vesturförum, rógsherferðir og pólit- ískt skítkast. En ævisagan má ekki verða varnarskjal - þá verður hún óáhugaverð. Allir þessir ævisagnaritarar sem hér hafa verið nefndir taka afstöðu til sinnar eigin afstöðu. Allir hafa þeir leitast við að svara mikil- vægustu spurningunum hér að framan sem samanlagðar svara því hvers vegna ævisagan sem um ræðir var skrifuð. Fyrsta bindið Fyrsta bindi ævisögu Halldórs Laxness eftir Hannes Hólmstein ber hið eilítið kauðalega nafn Halldór eins og áður var getið. Það fer heldur illa á því að ævisaga heiti nafni viðfangsefnisins því það býður heim misskiln- ingi og ruglingi, einkum í tilvitnunum („í Halldóri er Halldór sagður ...“). Til hægðarauka kalla ég hana Fyrsta bindið í þessum ritdómi en nota nafn Halldórs á hann sjálfan. 118 TMM 2004 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.