Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 69
Neikvæðið í tilverunni og tímunum
betur en annarstaðar hve ólíkir þeir voru í raun bæði að skapferli og í
skoðunum. Ég hygg að fjórða bjartsýnisljóð sé að nokkru leyti andóf við
bjartsýni Kristins á framtíðina og þeim skorti á raunsæi sem með árun-
um varð æ ríkari þáttur í fari hans.
Orðið ,slys‘ í seinna erindinu minnir á „söguleg stórslys“ í fjórtánda
kvæði Handa og orða, sem höfða þar til innrásar Sovétmanna í Ungverja-
land og Breta og Frakka í Egyptaland 1956. En ef ég skil fjórða bjartsýnis-
ljóð rétt vísa orðin „slys og ósigur, / svívirðan, auðmýkingin og hneyksl-
ið mikla“ ekki hvað síst til breyttrar afstöðu vinstrimanna í Vestur-Evr-
ópu til sósíalismans í Sovétríkjunum á sjöunda áratugnum. ,Ótíðindin‘
að austan ollu vissulega sálarkreppu hjá ýmsum bjartsýnum mönnum.
Ummæli Sigfúsar í grein sem hann skrifaði um Sjöstafakverið eftir Hall-
dór Laxness 1964 styrkja þennan skilning:
Sagan um Jón í Brauðhúsum [...] fjallar fýrst og fremst um vonbrigðin, um
uppgjöfma, um sundrungu fylkinganna, um afturkippinn eftir hamslausar von-
ir, um það sem vel mætti kalla hinn leynda harmleik vorra tíma. Þetta er vel-
yfirlögð og tempruð yfirlýsing höfundarins um grundvallarleysi og sjálfsblekk-
ingu þeirrar pólitísku baráttu sem hann átti áður fyrr hlut að, þar sem lagðar
eru fram forsendurnar fyrir núverandi vantrú hans á möguleika og tilgangi
pólitískrar athafnar. [...] Það er fullljóst að um er að ræða vonir og fyrirheit
byltingarinnar á öðrum fjórðungi aldarinnar, í Evrópu, með sérstakri tilvísun
til Islands, og vonsvikin og upplausn málstaðarins, niðurgrotnun bjartsýninnar á
þriðja fjórðungi aldarinnar [leturbreytingar hér].15
En krafan um bjartsýni bergmálaði úr fleiri áttum, hún kom ekki einung-
is úr austri heldur einnig úr vestri, og var reyndar ekki síður bandarísk-
ur ,iðnvarningur‘ en sovéskur. Og þó að vísun fjórða ljóðs til Sovéttrúar-
innar virðist greinileg, ber að leggja áherslu á að gagnrýni Sigfúsar í
bjartsýnisljóðunum einskorðast ekki við einstök dæmi heldur er almenn
ádeila á óraunsæi og sjálfsblekkingu:
Því að bjartsýnin er ávani, óvani, veiklun, freisting,
stríðir á móti skynseminni, lífeðlisfræðinni, sögunni,
og er framleidd nú á tímum eins og hver annar iðnvarningur
með bandarískri fjármögnun.
Ýmislegt í bjartsýnisljóðunum minnir á Birtíng, tilaðmynda erindið um
fjölskyldusæluna í fjórða ljóði. Þar er á ferðinni háð um ,besta heim allra
heima‘ sem Voltaire hefði verið fullsæmdur af:
TMM 2004 • 1
67