Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 69
Neikvæðið í tilverunni og tímunum betur en annarstaðar hve ólíkir þeir voru í raun bæði að skapferli og í skoðunum. Ég hygg að fjórða bjartsýnisljóð sé að nokkru leyti andóf við bjartsýni Kristins á framtíðina og þeim skorti á raunsæi sem með árun- um varð æ ríkari þáttur í fari hans. Orðið ,slys‘ í seinna erindinu minnir á „söguleg stórslys“ í fjórtánda kvæði Handa og orða, sem höfða þar til innrásar Sovétmanna í Ungverja- land og Breta og Frakka í Egyptaland 1956. En ef ég skil fjórða bjartsýnis- ljóð rétt vísa orðin „slys og ósigur, / svívirðan, auðmýkingin og hneyksl- ið mikla“ ekki hvað síst til breyttrar afstöðu vinstrimanna í Vestur-Evr- ópu til sósíalismans í Sovétríkjunum á sjöunda áratugnum. ,Ótíðindin‘ að austan ollu vissulega sálarkreppu hjá ýmsum bjartsýnum mönnum. Ummæli Sigfúsar í grein sem hann skrifaði um Sjöstafakverið eftir Hall- dór Laxness 1964 styrkja þennan skilning: Sagan um Jón í Brauðhúsum [...] fjallar fýrst og fremst um vonbrigðin, um uppgjöfma, um sundrungu fylkinganna, um afturkippinn eftir hamslausar von- ir, um það sem vel mætti kalla hinn leynda harmleik vorra tíma. Þetta er vel- yfirlögð og tempruð yfirlýsing höfundarins um grundvallarleysi og sjálfsblekk- ingu þeirrar pólitísku baráttu sem hann átti áður fyrr hlut að, þar sem lagðar eru fram forsendurnar fyrir núverandi vantrú hans á möguleika og tilgangi pólitískrar athafnar. [...] Það er fullljóst að um er að ræða vonir og fyrirheit byltingarinnar á öðrum fjórðungi aldarinnar, í Evrópu, með sérstakri tilvísun til Islands, og vonsvikin og upplausn málstaðarins, niðurgrotnun bjartsýninnar á þriðja fjórðungi aldarinnar [leturbreytingar hér].15 En krafan um bjartsýni bergmálaði úr fleiri áttum, hún kom ekki einung- is úr austri heldur einnig úr vestri, og var reyndar ekki síður bandarísk- ur ,iðnvarningur‘ en sovéskur. Og þó að vísun fjórða ljóðs til Sovéttrúar- innar virðist greinileg, ber að leggja áherslu á að gagnrýni Sigfúsar í bjartsýnisljóðunum einskorðast ekki við einstök dæmi heldur er almenn ádeila á óraunsæi og sjálfsblekkingu: Því að bjartsýnin er ávani, óvani, veiklun, freisting, stríðir á móti skynseminni, lífeðlisfræðinni, sögunni, og er framleidd nú á tímum eins og hver annar iðnvarningur með bandarískri fjármögnun. Ýmislegt í bjartsýnisljóðunum minnir á Birtíng, tilaðmynda erindið um fjölskyldusæluna í fjórða ljóði. Þar er á ferðinni háð um ,besta heim allra heima‘ sem Voltaire hefði verið fullsæmdur af: TMM 2004 • 1 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.