Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 10
Halldór Guðmundsson ársbyrjun 1928 skrifar hann Ingu um þessi mál: „Ég er sem stendur að vinna að tveimur stórkostlegum kvikmyndaleikritum. Annað heitir: Kári Káran or Judged By a Dog, hitt: Salka-Valka or A Woman in Pants. Alt þetta tekur tíma og fyrirhöfn að fullgera. En ef maður vinnur verk sín í anda fullkomnunarinnar, þá verður þeirra getið leingur en maður lifir.“4 Þegar Peter Hallberg skrifaði sínar merku bækur um Halldór á sjötta áratugnum, hefur hann haft bæði þessi handrit undir höndum, og hann endursegir þau rækilega í Húsi skáldsins. En þau komu ekki með gögn- um Hallbergs á Landsbókasafnið og hafa því ekki verið fræðimönnum aðgengileg um langt skeið. Hins vegar leyndust bæði handritin í gögnum Stefáns Einarssonar, fyrrum prófessors í Bandaríkjunum, sem þegar und- ir lok þriðja áratugarins tók sér fyrir hendur að setja saman bók um ævi og verk Halldórs - fyrstu ævisöguna, ef svo má segja. Stefán flutti síðar til íslands og kom gögnum sínum í hendur sonar skáldsins, Einars Laxness, sem hefur góðfuslega látið undirrituðum þau í té. Þetta er í fyrsta sinn sem kvikmyndahandrit Halldórs um Sölku Völku kemur fyrir sjónir íslenskra lesenda. Það er skrifað á ensku, og þarna eru augljóslega komin frumdrögin að skáldsögunni sem síðar hlaut sama nafn. Hér verður ekki farið út í samanburð þessara verka, en lesendur geta sannarlega skemmt sér við að velta því fyrir sér hverju Halldór held- ur til haga og hverju hann kastar fyrir róða þegar hann tekur sér fyrir hendur - röskum tveimur árum síðar - að skrifa stóra skáldsögu um þetta efni. Við lesturs handritsins er rétt að hafa í huga að það er skrifað á tím- um þöglu myndanna, þótt þetta ár hafi mátt heyra óm talmynda fram- tíðarinnar í fjarska. Það er því fjarri því eins langt og kvikmyndahandrit nútímans, enda óhægt um vik þegar samtöl eru annars vegar; þeim þurffi að bregða upp á textaspjöldum og takmörkuðust því við það allra nauð- synlegasta. En það vantar ekki að jafnvel þessi ófullkomnu drög eru við- burðarík, djarfleg og dramatísk - hér er alvöruhöfundur í mótun. Skyldi einhvern tímann í alvöru hafa staðið til að kvikmynda þetta verk? Halldór vann að því af kappi ásamt umboðsmanni sínum, Harriet Wilson, og reyndi að koma sér vel við leikstjóra og framleiðendur í kvik- myndaheiminum. Hann sagði sjálfur í bréfi til Ingu um sumarið: „Leingst hef ég komist við Metro-Goldwyn-Mayer félagið, - hef bréf ffá þeim í dag, þar sem þeir skýra mér ffá því, að komið hafi til mála að taka leikrit mitt fyrir með Greta Garbo, en sem stendur séu þeir að brúka hana til annars. Þetta er prívat-bréf frá supervisor M.-G.-M. Studios, - gefur hvergi afsvar en opnar ýmsa möguleika. Ég ætla að hitta hann bráðlega. O, það er spennandi, skal ég segja þér. Ef það kemst í gegnum þá er ég „made“.“5 8 TMM 2004 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.