Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 53
Línudans og vissi af því. Og var að núa þeim því um nasir með þessu.“ Árni kinkaði kolli. „Já,“ sagði hann, „og að minnsta kosti tveir kveiktu á perunni og svöruðu.“ Katrín leit spyrjandi á hann. „Karl, og Marinó,“ útskýrði Stefán. „Marinó með Strít fæting man, og Karl með Nó expekteisjons. Þótt hann hafi auðvitað ekkert verið að taka það fram þegar hann talaði við okkur hérna áðan.“ „Önnur árstíð, önnur borg,“ hélt Árni áfram, „en það er auka- atriði. Slagsmálahundurinn kynnir sig með nafni, öfugt við sögu- manninn í Sympaþí. Hey! Sed mœ neim is kolld distörbans... “ sönglaði hann og Stefán tók undir í næstu línu: „Æll sját and skrím, æll kill ðe king, æll reil at oll his sörvants... “ Katrín lagði fingur að vörum sér og þeir snarþögnuðu, vandræðalegir á svip. Stefán ræskti sig. „Já. Og svo kom semsagt Karl næstur með sitt lag. Um mann sem var einusinni ríkur en er orðinn fátækur.“ „Og sem elskar konu sem sveik hann fyrir svín. Fyrir mann, sem honum finnst vera svín, semsagt. Fyrir neðan hennar virðingu alla- vega.“ „Afskaplega fróðlegt alltsaman,“ sagði Katrín án þess að hljóma vitund einsog hún meinti það. „Og þessi?“ Hún hnykkti höfðinu í átt að Jónasi, sem enn hraut oní klofið á sér í stólnum. „Um hvað var hann að tjá sig?“ „Lagið heitir Bitsj,“ sagði Árni hikandi. Eitthvað í raddblæ Katr- ínar sagði honum að fara varlega. „Það fjallar reyndar um hvað hann elskar konuna mikið, sem hann syngur um, þótt titillinn gefi kannski eitthvað annað í skyn. Það er sko ástin sjálf sem er - sem er bitsj, semsagt.“ Hann var kafrjóður undir hvössu augnaráði Katrínar og meiraðsegja Stefán virtist fara hjá sér þegar hann tók upp þráðinn og spann hann til enda. „En ég held að það sé samt óhætt að álykta að titillinn hafi ver- ið aðalatriðið í hans tilfelli,“ sagði hann. „Það virðist sem hann hafi alltaf komið sér undan því að syngja í þessum teitum, þangaðtil í gærkvöldi semsagt, og það var jú konan hans sem sá til þess að hann neyddist til að breyta útaf þeirri venju. Þaraðauki Hann ræskti sig. „Þaraðauki var Mikael eitthvað að manga til við hana. Konuna hans, það er að segja.“ Katrín kinkaði kolli. TMM 2004 ■ 1 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.