Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 99
ÚTRÁS OG HEIMSFRÆGÐ
rænu álitamáli? Hefði íslenskur myndlistarmaður getað gert verkið sem
kom svona ónotalega við ísraelska sendiherrannn í Stokkhólmi fyrir
skemmstu? I svipinn man ég ekki eftir nema einu íslensku myndverki
sem megnar að hrella áhorfendur sína - að vísu ekki með pólitískum
hætti - í hvert skipti sem það er sett upp í Listasafni íslands, „Landslag“
Kristjáns Guðmundssonar frá 1969, öðru nafni „straubrettið með
hænsnaskítnum".
Móttökutœkin vanstillt
En sjálfsagt gildir einu hve fast menn kveða að, ef móttökutækin eru ekki
rétt stillt hjá þeim sem eiga að nema boðin. Fyrir nokkrum árum var ég
á rölti um eitt af elstu listasöfnum Rómar að morgni dags, þar sem var
mikil umferð af kennurum með bekki sína í effirdragi, 6-8 ára börn.
Kennararnir töluðu um myndirnar allt um kring og það var auðheyrt af
viðbrögðum barnanna að þau þekktu vel til Rafaels, Michelangelós,
Leónardós og annarra listjöfra þar í landi. í Rijksmuseum í Amsterdam,
þar sem ég var stuttu áður, var sama uppi á teningnum, þar rökræddu
skólabörn sín á meðal um löngu gengna listamenn sem væru þeir heim-
ilisvinir.
Heimkominn slysaðist ég síðan til að horfa á spurningakeppni ís-
lenskra menntaskólanema, þar sem unga fólkið svaraði erfiðustu spurn-
ingum um þjóðfélagsmál, landafræði, eðlisfræði, popptónlist, vissu
meira að segja hver drap hvern í Njálu, Eglu og Laxdælu. En þegar þau
voru beðin að bera kennsl á myndverk effir helstu listamenn þjóðarinn-
ar var þekkingarleysi þeirra nánast algert.
Þessi fáfræði vel menntaðra íslendinga um myndlistararf sinn og
myndlist yfirleitt blasir einnig við í íslensku glanstímaritunum og sjón-
varpsþáttunum sem helguð eru „lífstíl“. í innréttingum og græjum er
ekkert til sparað, en þegar kemur að myndlistinni sem hið umfjallaða
fólk kýs að hafa í kringum sig, lætur það sér nægja plaköt úr rammagerð-
unum eða fjöldaframleidd málverk og grafík úr svokölluðum „gjafa-
galleríum“, verk með nánd og listrænt vægi á við veggfóður. Það stendur
svo ekkert á þeim sem ábyrgir eru fyrir þessum umfjöllunum að dást að
myndlistarsmekk viðkomandi.
Á þeim heimilum sem fjallað er um í þessum blöðum og þáttum virð-
ist hvorki fyrir hendi skilningur á því hvað góð myndlist sé, né að hún
heyri til andlegra verðmæta eins og heimsbókmenntirnar, kvikmyndirn-
ar og geisladiskarnir sem upplýst fólk hefur við hendina sér til örvunar
eða hugarhægðar.
TMM 2004 • 1
97