Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 33
EKKI SKRIFSTOFUMAÐUR I LISTINNI
gróandi, eitthvert jafnvægi í loftinu þó að fjármálin séu enn í ólestri. Þar
er eins og víðar í samfélaginu verið að plástra vandamálin til bráðabirgða
og það kemur alltaf illa út fyrir stofnanir, hvort sem við erum að tala um
leikhús, menntastofnanir eða heilbrigðisstofnanir.
Og þá komum við að pólitíkinni. Við verðum auðvitað að gera upp við
okkur hvernig þjóðfélagi við viljum búa í. Viljum við búa í velferðarþjóð-
félagi við ríka menningu, gott heilbrigðiskerfi og menntakerfi, og ef svo er
þá þarf að taka á því af myndarskap. Því það er alger sjálfsblekking og
ranghugsun að ætla þessum þáttum að skila hagnaði, þótt krafa um góð-
an rekstur sé sjálfsögð. Það er frjálshyggjubull sem vonandi er á undan-
haldi. Hagnaðurinn er reyndar gífurlegur, ekki aðeins í framtíðarkrónum
heldur í andlegum verðmætum, sem við ætlum seint að læra að meta.“
Er kannski ofmikið að vera með tvö stór leikhús í borg afþessari stærð?
„Ég held ekki. Meðan við útskrifum fólk í þessum listgreinum þá verð-
um við að búa því gott starfsumhverfi. Borgarleikhúsið hefur gert furðu-
mikið fyrir lítið fé í vetur og mér finnst það hafa sannað að það standi
undir merkjum. Það þarf að taka heildstætt á íjárhagsvanda þess en mið-
að við þá spennitreyju sem leikhúsið er í fjárhagslega finnst mér það berj-
ast um á hæl og hnakka og bugast ekki.
Hugmyndin að Nýja sviðinu var mjög góð, þetta er skemmtilegt rými
sem gott er að vinna í, enda hafa verið settar þar upp skrýtnar og
skemmtilegar sýningar. Það er líka sniðugt að leyfa sama leikstjóranum
að spreyta sig nokkrum sinnum í röð, fyrst Benedikt Erlingssyni og svo
mér. Þetta er auðvitað frábært tækifæri fyrir mig, svona nýbyrjaðan að
leikstýra, að fá að safna mikilli reynslu á stuttum tíma.
Það verður seint sagt að Þjóðleikhúsið berjist í bökkum fjárhagslega,
en mál manna er að rafhlöðurnar þar séu orðnar kraftlitlar, dálítil málm-
þreyta í gangi. Stefán Baldursson hóf stjórnartíð sína af miklum krafti og
dugnaði, þrátt fyrir sársaukafúllar uppsagnir. Þar varð mikil uppsveifla
og margar fínar sýningar komust á svið. Flaggskipið sigldi seglum þönd-
um og skipsstjórinn var hress. Þarna er líka einvala lið. En nú finnst
mörgum seglin vera farin að týna tölunni. Það er einhver austantjalds-
stemning í leikhúsinu, yfirbyggingin er þunglamaleg. Sömu sögu má
reyndar heyra úr Ríkisútvarpinu. Það heyrast æ fleiri raddir sem vilja
brjóta upp þetta menntaða einveldi. Mér heyrast þungar öldur brotna á
stuðlaberginu þessi misserin.“
Hvað meðfrjálsu leikhópana, hvaða hlutverk hafa þeir og hvernig standa
þeir sig?
„Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Leikarahópurinn í landinu
stækkar óðum og ekki komast allir að hjá stóru leikhúsunum, bæði vegna
TMM 2004 • 1
31