Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 51
Línudans partí hefði verið einsog öll hin að flestu leyti. Þau höfðu borið sam- an bækur sínar yfir matnum, rabbað um nýjustu söluvöruna og reynslu sína af henni, hvatt hvert annað til dáða og hjálpast að við að ryðja gólfíð og koma upp karaókígræjunum áður en þau tóku til við sönginn, síðan dansinn, smá spjall og svo í háttinn þegar hin voru farin. Fernt var þó öðruvísi. Mikael var á svæðinu, Jonni söng, Jonni dó og þau gistu. Ekkert af þessu hafði gerst áður. „Jonni söng,“ bergmálaði Stefán eigin hugsanir. „Jonni söng. Stóns. Bitsj. Smekkmaður.“ Árni kinkaði kolli og fletti minnis- kompunni þartil hann fann það sem hann leitaði að. Karl hafði gert einsog honum var sagt, lýst partíinu í minnstu smáatriðum. „Hérna. Tvö Abbalög, tvö Jútú, eitt með hinum og þessum, en íjögur Stónslög.“ Hann leit á Stefán. „Og Mikael söng eitt þeirra. Sympaþí for ðe devil.“ Stefán togaði í neðri vörina með þumli og löngutöng. „Leyfðu mér að sjá þetta aðeins,“ sagði hann og teygði sig eftir bókinni. „Öll af Beggars bankett,“ sagði hann og leit á Árna, „nema Bitsj.“ „Jamm. Mikael byrjar á Sympaþí, svo kemur - hvað heitir hann? Handboltakappinn?“ „Marinó,“ sagði Stefán, „með Strít fæting man, svo Karl með Nó expekteisjons og Jónas síðastur með Bitsj.“ Þeir horfðust í augu og kinkuðu íbyggnir kolli. Katrín leit á þá á víxl, skilningsleysið upp- málað. „Og hvað?“ „Þú ert ekki mikil Stóns-kona, er það?“ spurði Stefán alvarlegur. „Nei,“ viðurkenndi Katrín. „Ég er það ekki.“ Stefán hristi höfuð- ið. „Eini gallinn við þig,“ sagði hann, „eða sá eini sem ég hef ástæðu til að setja útá allavega.“ Það vottaði fýrir brosi í brúnum augun- um. „Meistarinn og Margaríta, þá, hefurðu lesið hana?“ Hún kink- aði kolli, þegjandi. Hún vissi ekki hvert þetta samtal stefndi eða hversvegna þeir voru að tala um tónlist og bókmenntir þegar það lá beinast við að taka morðingjann strax niðrá stöð til alvöru yfir- heyrslu áður en sjokkið yfir verknaðinum viki fýrir mögulegri for- herðingu. Þau höfðu nóg í höndunum til þess, hélt hún, þurftu ekki einusinni að treysta á að Hundurinn og hans lið næðu fingra- TMM 2004 • 1 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.