Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 95
Aðalsteinn Ingólfsson
Útrás og heimsfrægð
Hugleiðingar um myndlistarástand
Þegar mér verður litið yfir myndlistarvettvanginn í landinu á því herrans
ári 2003, fæ ég tæplega varist þeirri hugsun að meira hafi farið fyrir um-
ræðu um myndlist en pródúktinu sjálfú. Athyglisverðast við þessa um-
ræðu er hve einsleit og takmörkuð hún hefur verið. Henni má lýsa í
hnotskurn í spurningu sem var eitt af leiðarhnoðum nýjasta málþingsins
um þetta efni sem Carnegie-samsteypan stóð að í Gerðarsafni 7. febrúar
síðastliðinn, nefnilega „Hvernig geta íslenskir listamenn komið sér á
framfæri erlendis?“
Svo rækilega virðist þessi spurning orðin samgróin vitund þeirra sem
fjalla um myndlistina í landinu að varla er rætt um eða við aðvífandi er-
lenda myndlistarfrömuði eða íslenska listamenn sem notið hafa vel-
gengni í útlöndum, að ekki sé hnýtt aftan við tilskrifm frómum hugleið-
ingum um það hvort fordæmi þeirra muni nú ekki „hjálpa íslenskum
listamönnum á einhvern hátt“ til að öðlast frægð og frama úti í heimi.
Vitaskuld vilja allir listamenn verða frægir um veröld víða. Og eins og
ástandið er á íslenskum myndlistarvettvangi og markaði, skal engan
undra þótt íslenskir myndlistarmenn telji hag sínum betur borgið annars
staðar en á Fróni. Meira um það hér á eftir.
Hins vegar er tæpast goðgá að benda á það að myndlistarmennirnir
sjálfir, með sínar umkvartanir eða væntingar, eru ekki upphafsmenn að
þessari umræðu, raunar hafa þeir ekki tekið þátt í henni nema í takmörk-
uðum mæli, heldur er hún fyrst og fremst orðin til fyrir viðskiptalega
hagsmuni eina listhússins á landinu sem hefur að markmiði að „koma á
framfæri“, þ.e. selja, myndlist eftir valda íslenska listamenn í útlöndum.
Hér á ég að sjálfsögðu við Gallerí 18 og forstöðukonu þess, dugnaðar-
forkinn Eddu Jónsdóttur. Það er ekkert leyndarmál að hún á góða að á
Morgunblaðinu, voldugasta prentmiðli á landinu, þar sem eiginmaður
hennar, Örn Jóhannsson, er skrifstofustjóri.
Um árabil hefur Edda því fengið gott pláss undir umfjöllun um þær
TMM 2004 • 1
93