Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 65
Neikvæðið í tilverunni og tímunum
Sá sem er dauður
hann nýtur þaðanaf þeirrar eftirsóttu náðar
að vera ekki einusinni neitt ódauðari
um óttubil
en um miðjan morgun;
hvað sem síðan kann að ganga á:
hvaða klámhögg sem hann er sleginn
af Tímanum
og af Sögunni
af Eilífðinni
og Andartakinu
þá verður hann aldrei dauðari en dauður,
ekki einusinni á jóladag
ekki einusinni á jóladaginn sjálfan ...
... og Áhyggjurnar sigla sinn sjó fyrir honum.
Þær sigla umfram spengilegar og tælandi
háreistar fagursveigðar og gleymnar
og hirðulausar um angurvær hjörtu.
Áhyggjurnar sigla þægilegan byr,
strunsa eins og ffillur konunga
og ráðgjafa,
eins og ástmeyjar Múhameðs
út í buskann
og hverfa inn í sumarbláan buskann.5
Einkunnarorð þessa fyrsta kvæðis eru til marks um stefnu Sigfúsar. Þau
eru úr frægu ljóði rómverska skáldsins Katúllusar til Lesbíu ástkonu
sinnar („Vivamus, mea Lesbia, atque amemus", Carmina, 5). í fyrrihluta
þess segir, í þýðingu Kristjáns Árnasonar:
Lifum saman, Lesbía mín, og elskumst,
og skeytum ekki um geðill gamalmenni.
Þau mega rausa okkar vegna að vild.
Sólir geta sest og risið aftur,
en okkar bíður, þegar dagsljós dvín,
dimmur svefn um endalausa nótt.
Það eru skáletruðu orðin sem Sigfús síterar. Ljóðið heldur síðan áfram:
Kysstu mig þúsund kossa, síðan hundrað,
og þúsund kossa enn og aftur hundrað
og þúsund þar á ofan .. .6
TMM 2004 • 1
63