Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 40
Ævar Örn Jósepsson sem var á kafi í Herbalife og Dale Carnegie. A party from hell var það fyrsta sem kom uppí kollinn þegar Dísa tilkynnti honum hvað til stóð. Lífsgleði njóttu, mæ ass, var það næsta. Þetta var ekki leið- in til þess, ekki í hans kokkabókum. Hann hafði færst undan en Dísa hafði ekki bakkað um millimetra. „Þú veist alveg hvernig þetta er,“ sagði hún, „það verða allir þarna. Hvernig heldurðu að það líti út ef við mætum ekki? Við erum ennþá stökk með næstum alla síð- ustu sendingu og slatta af þeirri þarsíðustu, við megum ekki við því að Kalli verði fúll útí okkur núna.“ Hann reyndi áfram að malda í móinn. Benti á að það gæti orðið erfitt að fá barnapíu með svona stuttum fyrirvara, spurði hvort það væri ekki nóg að hún færi í þetta skiptið, hvort hún gæti ekki bara sagt þeim að hann væri veikur, eða börnin. Svörin voru öll á einn veg. Og nú var hann hér, slagandi í áttina að míkrófóninum í takt við dynjandi lófatakið. Hin voru öll búin að syngja minnst einu sinni, sum tvisvar og Kalli meiraðsegja þrisvar, einsog venjulega, þótt hann væri áberandi versti söngvarinn af öllum þessum fjórtán rammfölsku fávitum. Eða þrettán, Dísa var auðvitað enginn fáviti en hún var rammfölsk og gat verið algjört pein... Jonni vissi að hann gat ekki sungið. Hann hafði aldrei getað sungið og það mundi ekki breytast í kvöld. Það var þó eitt sem Herbalife fékk ekki breytt, og ekki Dale Carnegie heldur, það heyrðist best á Kalla. „Ertu búinn að velja lag?“ spurði einhver hásri röddu. Líklega Helga. Húsmóðirin. Ef húsmóður skyldi kalla, hugsaði Jonni og flissaði ósjálfrátt. Aflitað hár, fjörtíuogfimm með dauðahald á tví- tugu, wonderbra undir fleginni silkiblússu og shockups undir þröngu mínípilsi. Og langar eldrauðar neglur á lúkum sem fóru út- um allt. Viðbjóður. Jonni taldi sig frjálslyndan og fordómalausan, en þetta var einum of. Dísa hafði tekið eftir þessu káfi, hann var viss um það, en látið einsog ekkert væri og litið undan þegar hann reyndi að gefa henni merki um að koma sér til bjargar. En Helga lét hann í friði núna þegar allir horfðu á og Jonni kinkaði bara kolli. „Stóns,“ sagði hann, „númer ellefu.“ Hann vissi ekki hvort það var bölvun eða blessun, en úrvalið af lögum í þessari græju þeirra var alltaf óvenju gott. Fullt af lögum sem hann fílaði. Það var blessun. Bölvunin fólst í því að þeim var nauðgað svo hrikalega, hverju á 38 TMM 2004 • 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.