Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 72
Þorsteinn Þorsteinsson
í grein sinni „Til varnar skáldskapnum“ (1952) hafði Sigfús gagnrýnt
Bjarna Benediktsson frá Hofteigi harðlega fyrir að hann hefði ekki nægi-
legan áhuga á mannlegri viðleitni.20 En er það virkilega svo, spyr skáldið
nú, að mannleg viðleitni sé einskær sjálfsblekking? Var barátta og fórnar-
lund fyrri tíðar manna sem lögðu lífið í sölurnar til að andæfa kúgun og
óréttlæti, var hún ekki annað en „tál trúgirni vindbóla“? Upphaflegur tit-
ill ljóðsins var „Trúin á manninn“ og Sigfús hugðist setja því einkunnar-
orð eftir Alain: „Trúin á manninn er manninum örðug, því að hún er trú
á hinn lifandi anda; hún er sú trú sem knýr mannsandann sporum, sting-
ur hann, lætur hann blygðast sín, sú trú sem skekur sofandann.“21 Orðin
eru úr smágrein sem heitir „Rauðu asnarnir“ en gæti eins heitið ,Lofgjörð
um efann‘ (sbr. samnefnt kvæði Brechts sem Sigfús þýddi).
Bölsýni ljóðsins er vissulega mikil. Getur hún orðið öllu meiri, liggur
manni við að segja. Mikilvægt er þó að átta sig á því, þráttfyrir allt, að
ljóðið flytur ekki niðurstöður skáldsins, það ber einungis fram spurning-
ar. En spurninganna hefur verið spurt þó þeim sé ekki svarað. Eftir stend-
ur efinn.
Einhverjir mundu reyndar segja að að þriðja bjartsýnisljóð væri enn
dekkra. Og satt er það: reiði skáldsins er þar í hámarki, hann formælir af
fullum fjandskap því lífi þar sem menn eru hæddir og niðurlægðir, svipt-
ir mannlegri reisn. Manni verður hugsað til orða Sigfúsar í „Til varnar
skáldskapnum“ þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að mikilvægt
hlutverk lista sé að „sýna manninum fram á að hann er maður, knýja
hann til að neita að lifa hálfu lífi“.22
Þriðja bjartsýnisljóð: um lífið
Lífið er
nákvæmlega skoðað
eins hundkvikindis líki.
Eins hundkvikindis,
já eins lúsugs hundkvikindis líki.
Aumi hundsræfill!
Nú verður þér loksins kennt að halda kjafti.
Nú skal þér verða sigað! Nú skaltu gjamma!
Láttu nú sjá að þú kunnir að sperra rófuna!
Þú munt fá að kenna á keyrinu þegar þú snýrð aftur.
70
Ótótlega kvikindi! Skríddu!
Flaðraðu! Veltu þér á hrygginn!
TMM 2004 • 1