Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 57
Línudans sjö og að það var ekki blóðdropa að sjá á neinu þeirra,“ sagði hún óðamála, „og ég er að tala um það, að baðherbergið var fljótandi í blóði og sletturnar uppum alla veggi. Ég mundi halda að þetta ætti að duga.“ Hún þagnaði og leit á Stefán, sem reis þunglega á fætur, tók ofan og hneigði sig djúpt. „01ræt,“ sagði hann, „Olræt. Farðu, og taktu morðingjann með þér. Við Árni göngum frá hérna.“ Hann setti húfuna á sinn stað og brosti dauft. „Þú verður samt að viðurkenna að þessi Stónspæling var helvíti góð. Óþörf,“ flýtti hann sér að bæta við þegar hann sá svipinn á henni, „en góð engu að síður, mundi ég segja.“ Katrín gafst upp. „Ef þú segir það,“ muldraði hún, snerist á hæli og strunsaði út- úr stofunni. Stefán leit á Árna, sem enn sat með hendur í skauti og skildi hvorki upp né niður. „Hugsaðu,“ sagði hann, óvenju skilningsríkur, um leið og hann lét sig falla aftur í stólinn með tilheyrandi braki og brestum. „Gleymdu boltanum í bili, ég veit að það er ekki þitt sérsvið, en hugsaðu um hitt sem hún sagði.“ Árni hugsaði. Rifjaði upp mynd- ina af nöktum hugsuðinum á bleiku klósettinu, reyndi að sjá fyrir sér það sem hafði gerst. Hann hafði ekki átt von á neinu illu, hafði Geir sagt. Og það var blóð útum allt. En ekki á fötum þeirra sem þau höfðu talað við... Fökk, hugsaði hann. Auðvitað. „Það eru bara tvær manneskjur í húsinu sem þekktu Mikael og eru þaraðauki með föt til skiptanna,“ sagði hann. „Bara tvær manneskjur. Hin plönuðu jú aldrei að gista.“ Stefán kinkaði kolli. „Einsog hún sagði, augljóst mál.“ Hann hristi höfuðið. „Ég hefði átt að kveikja á perunni um leið og ég sá nöfnin á útidyrunum. Hús- bóndinn hér er Kalli Bergsveins. Kalli Begg. Stundum kallaður Kalli beggja handa. Jafnvígur á báðar hendur. Skytta. Spilaði í Þýskalandi í mörg ár, alltaf á þröskuldinum en meikaði það aldrei alveg í lands- liðið.“ Hann sló derið niður aftur og hristi enn höfuðið, jafnhissa og hann var pirraður á sjálfum sér. „Þú gerir þér grein fýrir að hún er tilvonandi yfirmaður þinn er það ekki? Hún Kata?“ „Hvað meinarðu?“ spurði Árni hálfskelkaður, „ert þú að hætta?“ Stefán hristi höfuðið. „Nei.“ Hann stóð á fætur og hagræddi húfunni á höfði sér. „Nei, ég er ekki að hætta. Því miður. Segðu Hundinum að leita að blóð- TMM 2004 ■ 1 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.