Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 22
Halldór Killian Laxness Hann á þrjá íslenska hesta og fagra svipu. Það er stolt hvers íslensks hestamanns að eiga listilega gerða íslenska svipu. Meðan aðrir vinna baki brotnu yfir sumarið ríður hann um þorpið eða sækir leynifundi með sveitalegri dóttur prestsins, les henni ljóð sín af væminni innlifun í hesthúsinu. Aðrir áheyrendur: gömul kýr, kött- ur og hestarnir sem örvast mjög af lestrinum þegar hann nær hápunktum sínum. Þetta sumar dvelur frænka prestsins í húsi hans, dóttur hans til skemmtunar. Stúlkurnar eru tíðir gestir í kofa Arnolds og þremenningarnir fara saman í ferðalög. Stúlkurnar eru báðar ástfangnar af honum. Þar sem þau ríða á harðastökki eftir hlykkjóttum og óþrifalegum götum þorpsins sjá þau ungan vel búinn herramann á gangi. Hann gengur niður á bryggju þar sem fólk er að störfum. Nú er endurtekin upphafssena sögunnar. Salka Valka og hinn ókunni hittast á bryggjunni. Hún reykir pípu sína kæruleysislega. Þau mæla síðbuxur hvors annars með augunum. Þegar þau eru komin smáspöl hvort frá öðru líta þau bæði við og mæla hvort annað augum frá hvirfli til ilja. Síðan halda þau hvort sína leið án frekari samskipta. Efst á bryggjunni hittir hún Arnold og vinkonur hans tvær þar sem þau hafa numið staðar. Stúlkurn- ar horfa á Sölku Völku af hestbaki með samblandi af forvitni og fyrirlitningu. Þær gretta sig framan í hana þegar hún gengur ffamhjá þeim. Þegar hún er komin fáeina metra frá þremenningunum stansar hún, snýr sér við og horfir á þau. Arnold tekur þátt í stríðninni, hlær og hæðist að henni líka. Henni líður nákvæmlega eins og litlu tötralegu flækingsstelpunni leið í gamla daga. Sama kvöld. Salka Valka einsömul í kofa sínum. Sambland kvalafullra ástríðna: afbrýðisemi, reiði, örvænting. Umfram allt minnimáttarkennd. Upp úr gömlum kassa tínir hún nokkra hluti og raðar þeim þreytulega upp fyrir framan sig. Viðkvæm sorgarstund. Þetta er gamla dótið sem Arnold gaf henni þegar þau voru börn. Hún hneppir frá sér karl- mannlegum klæðunum og losar af hálsi sér nistið sem hún hefur alltaf geymt falið við barminn - gamla nistið með myndinni af Arnold. Hún tekur upp hvern hlutinn af öðrum og setur þá í eldinn. Loks er nistið eitt eftir, en þegar hún er í þann mund að senda það sömu leið fer hún að gráta ofsalega. Ókunni maðurinn kemur inn. Þar eð hún man ekki eftir honum frá því fyrrum minnir hann hana á samtal sem þau áttu fyrir röskum áratug. Þetta er Angantýr. (Fjölmörgum smáatvikum er sleppt hér.) Nœsta vetur. Arnold á næstum ekkert fóður handa hestum sínum. Og presturinn hefur sent dótt- ur sína til höfuðborgarinnar svo að hann hefur engan til að flytja skáldskap sinn. Arnold gengur eftir fjörunni og tínir þang og hittir Sölku Völku af tilviljun. Hún stríðir honum. Á hverjum vetri fara sjómennirnir með veiðarfæri sín út í eyju langt frá megin- landinu þar sem þeir dvelja í nokkra mánuði við veiðar og gera að aflanum. Daginn áður en lagt er af stað fer Arnold niður í fjöru þar sem mennirnir eru önnum kafn- 20 TMM 2004 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.