Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 68
Þorsteinn Þorsteinsson
Alltjent megum við vita: að bjartsýnisafglaparnir eru vorkunnar verðir,
og þó afglapar séu fá þeir sjálfir að súpa seyðið af óvizku sinni;
blindan stoðar þá aðeins um sinn,
árátta sjálfsblekkingarinnar býr þeim
eyðilegan næturstað.
Því að ótíðindin skella á þeim að lokum, ótíðindin
sem endanleg niðurstaða: slys og ósigur,
svívirðan, auðmýkingin og hneykslið mikla.
Sigfús yrkir víða um blekkinguna og hvernig hún leikur menn. Þemanu
eru gerð eftirminnileg skil í Höndum og orðum. En þó lýsingin hér hafi
almenna merkingu er engin leið að lesa þessi erindi (um ,bjartsýnis-
afglapana', ,blinduna‘ og ,ótíðindin‘) án þess að sjá í þeim vísun til upp-
gjörsins við Sovétríkin og til hinna „auðtrúa“ sósíalista sem Halldór Lax-
ness nefndi svo í Skáldatíma, bók sem kom út 1963. Þar segir meðal ann-
ars:
Stærsta axarskaft okkar vinstrisósíalista fólst í trúgirni. Það er í flestum tilfell-
um meiri glæpur að vera auðtrúa en vera lygari. Við höfðum hrifist af byltíng-
unni og bundum vonir okkar við sósíalisma. Sannur tómás trúir hinsvegar
ekki að lausnarinn hafi risið upp þó hann þreifi á naglaförunum og síðusárinu.
Við trúðum ekki þó við tækjum á því hvílíkt þjóðfélagsástand var í Rússlandi
undir Stalín. Við trúðum ekki af því aðrir lygju að það væri gott, heldur af því
að við lugum því að okkur sjálfir. Afneitun staðreynda fylgir oft dýrmætustum
vonum manna og hugsjónum.12
Ég vitna ekki til þessara orða vegna þess að þau hafi orðið Sigfúsi kveikja
að ljóðinu eða litað mat hans á Sovétríkjunum og á afstöðu sósíalista til
þeirra. Til þess bendir ekkert að mínum dómi. Sigfús myndaði sér sjálf-
stæða skoðun á þeim málum, og fram kemur í einkabréfi frá 1965 og at-
hugasemd í Grænukompu13 um tuttugu árum síðar að hann var
gagnrýninn á Skáldatíma og þótti hann „sérhlífin bók“. En kaflinn er
fróðlegur og eftilvill er ekki fráleitt að telja Halldór til bjartsýnisaf-
glapanna sem kvæðið greinir frá. Ummælin eru þó ekki síðri lýsing á
manni sem aldrei gekk af trúnni, Kristni E. Andréssyni, yfirmanni Sigfús-
ar og nánasta samstarfsmanni hjá Máli og menningu, sem með nokkrum
rétti má kalla að gengið hafi Sigfúsi í föður stað þegar hann var ungling-
ur í Reykjavík. Ljóst er af Parísarbréfum Sigfúsar til Kristins og af minn-
ingarorðum hans að Kristni látnum að hann mat hann afar mikils.14 En
það er trúa mín, og raunar vissa, að samstarf þeirra hjá Máli og menn-
ingu hafi off verið Sigfúsi erfitt og að í bjartsýnisljóðunum komi fram
66
TMM 2004 • 1