Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 56
Ævar Örn Jósepsson án opnaði munninn til að mótmæla en hætti við. Hann hafði allt- af hvatt undirmenn sína, jafnt í orði og æði, til að koma fram við sig einsog jafningja og gat ómögulega farið að skamma Katrínu fyrir að láta það eftir honum þegar það loksins gerðist. „Ólræt,“ sagði hann og fórnaði höndum, „stráðu bara salti í sár- ið hjá gömlum manni. Hverju er ég að gleyma núna?K Katrín lygndi aftur augunum og dró andann djúpt áður en hún svaraði. „í fyrsta lagi nokkurnveginn öllu sem þú hefur kennt mér þessi fimm eða sex ár sem ég hef unnið með þér,“ sagði hún lágt. „Og þá meina ég aðallega þetta með að horfa fyrst á það sem blasir við. Það augljósa. Smáatriðin og kenningasmíðarnar, sérstaklega þær lang- sóttu, eiga að bíða betri tíma, manstu? Þetta Stónsdæmi er alltsam- an voða fróðlegt og skemmtilegt og kannski hafa þeir meiraðsegja verið að kveðast eitthvað á með þessum lögum, kallarnir, ég veit ekkert um það. Ég hef heldur ekki hugmynd um hvernig ástarlífið gengur hjá þessum ágætu hjónum þessa dagana. Og ég veit ekki hvað Mikael gerði af sér til að verðskulda þennan dauðdaga. Kannski sveik hann þau um eitthvað, kannski snerist þetta um öf- und, peninga, græðgi, afbrýðisemi eða einhverja blöndu af þessu öllu saman, hvað veit ég. Það á örugglega eftir að koma í ljós. Kannski svaf hún meiraðsegja hjá honum, kannski ekki. En ég man hver hún er, frúin, og ég man líka hver maðurinn hennar er og að þau höfðu ágætar tekjur fyrir nokkrum árum síðan. Nokkuð mörgum árum reyndar, áður en þau urðu hjón, en samt, þú ættir að muna það líka,“ sagði hún og horfði ásakandi á Stefán. „Marinó er ekki eina handboltahetjan á svæðinu.“ Stefán starði á hana eitt eilífðar andartak áður en hann gróf höfuðið í höndum sér. „Auðvitað,“ muldraði hann, „auðvitað. Hvernig gat ég klikkað á þessu?“ Katrín stóð á fætur og brá sér í kápuna. Árni starði skiln- ingsvana á þau á víxl. „Og hvað?“ spurði hann ráðvilltur, „get ég fengið að vita um hvern þið eruð að tala? Og hvað það er sem er svona rosalega aug- ljóst og við erum að klikka á?“ Katrín leit á hann vorkunnaraugum. „Við erum að tala um fyrrum atvinnumann í handbolta, sem meiraðsegja þú ættir að kannast við. Og ég er að tala um það að einn gestur liggur dauður í stól hér í stofunni með bjór og ælu og slef útum allt en ekkert annað og að við erum búin að tala við hin 54 TMM 2004 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.