Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 77
NEIKVÆÐIÐ I TILVERUNNI OG TtMUNUM
þjóð sína og atburði líðandi stundar t' Ijósi verðandinnar, hinnar sögulegu at-
burðarásar, því að hvað er að vera skapandi, ef ekki að sjá hvert stefnir og
skynja það sem á knýr, það sem er að verða ogþarfað verða, og gera verkið í ljósi
þess skilnings og þeirrar ætlunar? [leturbreytingar hér] .33
Til mótvægis má skoða ljóð Sigfúsar „Eftirspurn eftir nýjungum“ sem
gæti líklega allt eins heitið „Stjórnarfundur í bókmenntafélagi“:
Eftirspurn eftir nýjungum
Eitthvað nýtt! Eitthvað nýtt! Það dugir ekki að hjakka sífellt í sama
farinu, hrópuðu þeir hver upp í annan.
Þeim voru boðnar nýjungar, því að enn voru sannkallaðar nýjung-
ar á boðstólum, nýjungar manninum samkvæmar.
Skelfdir og hneykslaðir, áttavilltir og með stjörf augu, sneru þeir
sér undan, flýðu út í horn, toguðu kápuhettuna fram yfir eyrun.
Eitthvað nýtt! Eitthvað nýtt! muldruðu þeir undan feldinum.
Og þeir grófu hróðugir síðasta eldhúsreyfarann, nýjasta
sullumbull síbernskunnar upp úr pilsvasa sínum.
Ljóðið birtist í Útlínum bakvið minnið 1987 og er lýsandi dæmi um það
hve valt er að treysta útgáfusögunni, því handrit þess er dagsett 12. des.
1965 og ljóðið rétt að verða 22 ára við birtingu.34 Vart fer á milli mála að
það fjallar um alvarlegan ágreining um útgáfustefnu, og óánægju skálds-
ins með hana. Hver tilefni ljóðsins voru verður seint vitað með vissu, og
skiptir í sjálfu sér litlu máli. Þó má benda á það að árið 1965 var fellt í
stjórn félagsins, gegn atkvæði Sigfúsar, að taka Tómas Jónsson ■ Metsölu-
bók eftir Guðberg Bergsson til útgáfu.35
Af einhverjum ástæðum kærði Sigfús sig þó ekki um eða hafði ekki
krafta til að rífa sig lausan. Yfirskrift þessa kafla í lífi hans gæti því verið
,Að komast ekki burf einsog Jóhann Hjálmarsson nefndi hnyttilega um-
sögn sína um bók Sigfúsar Fá ein ljóð.i6 En „Að komast burt“ er einmitt
titill eins ljóðsins í þeirri bók (ort fýrir 1967):
Að komast burt
Tu as bien fait de partir, Arthur Rimbaud.
René Char
Svo mörgum bræðra vorra varð þetta að dýpstu hvöt lífs þeirra: að
komast burt. Að komast burt úr foraðinu, og loftleysinu, og sjálfs-
ánægjunni, hroka smádjöflanna, siðferðisdýrð þrjótanna; burt frá
hinni sæluríku fylgispekt og hinu dáða uppburðaleysi og hinni guð-
TMM 2004 • 1
75