Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 47
Línudans
* X
X-
„Við þurfum að fá nöfn og heimilisföng hjá öllum sem voru
hérna,“ sagði Stefán um leið og hann vísaði Karli til sætis við borð-
stofuborðið þar sem þau höfðu komið sér fyrir og Katrín beið með
reiddan penna. Snjáð en alltaf jafn eiturgræn derhúfan á höfði
hans hefði gert alla aðra menn hlægilega. Á hausnum á Stefáni var
hún hinsvegar einsog punkturinn yfir risavaxið I, dró að sér allra
augu og gerði þeim endanlega ljóst að við ofurefli var að etja. Þeir
voru teljandi á fingrum annarrar handar sem höfðu litið niðrá
þessa húfu, sem var í tæplega tveggja metra hæð.
„En við byrjum á þeim sem eru enn á staðnum,“ sagði hann og
settist. „Hver er þetta?“ spurði hann og hnykkti höfðinu í áttina að
sofandi manninum í öðrum hægindastólnum í hinum enda stof-
unnar.
„Jonni,“ sagði Karl og reyndi árangurslaust að halda aftur af
kippunum sem fóru stöðugt um andlit hans. „Jónas. Einn af öflug-
ustu sölumönnunum okkar til skamms tíma.“ Stefán lyfti brúnum.
„En ekki uppá síðkastið eða hvað?“ Karl hristi höfuðið.
„Nei. Ég veit ekki afhverju, en þau hafa nánast ekkert selt uppá
síðkastið hjónin. Engir nýir kúnnar og margir gamlir hættir.“
Hann yppti öxlum. „Skiptir það máli?“ Hann var grár og gugginn,
greinilega í hálfgerðu losti.
„Líklega ekki,“ sagði Stefán hlutlaust. „Og konan hans?“
„Dísa,“ sagði Karl. „Ásdís. Hún er inní eldhúsi með hinum. Svaf
í gestaherberginu hérna á jarðhæðinni.“
„Og hin?“ Karl nuddaði illa rakaðan kjálkann. Vinstra auga og
munnvik héldu áfram að stríða honum öðru hverju en ekki jafn ört
og kröftuglega og áður.
„Mikael —“ augu hans hvörfluðu í átt að sófasettinu útí horni,
þar sem Jónas svaf enn í sínum stól við annan vegginn en svefn-
poki og fatahrúga huldu sófann sem var keyrður alveg uppað hin-
um. „Mikael ákvað á síðustu stundu að gista líka,“ sagði hann hálf-
klökkur. „Ég gat ekki boðið honum annað en sófann, ef ég hefði
vitað það fyrr þá hefði ég auðvitað...11 Hann hristi höfuðið. „En
honum var alveg sama. Sagði að það væri bara fínt. Ragnar og
Rakel voru í öðru barnaherberginu uppi,“ útskýrði hann dasaður,
TMM 2004 • 1
45