Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 35
EKKI SKRIFSTOFUMAÐUR I LISTINNI
tröllríður öllu hér er óþolandi. Það reynist oft erfitt að halda uppi vits-
munalegum samræðum, hvort sem er í pólitík eða listum, því það er allt
vaðandi í öfgum og intrígum, kommi eða kapítalisti, Þjóðleikhúsið eða
Borgarleikhúsið. Ef þú ert ekki með okkur þá ertu á móti okkur. Ég held
að við verðum að hreinsa borðin, að minnsta kosti í menningunni, og
fara að snúa okkur að því sem máli skiptir. Best væri að sjá kynslóðaskipti
verða, yngja aðeins upp í gamla menningarsettinu.“
Sérðu þessa manneskju fyrir þér?
„Við þurfum að fá eitthvað nýtt og ferskt, nýja nálgun á listina. Og þá
er ég ekki að tala um að kasta reynslunni fyrir borð né því sem hefur
staðist tímans tönn. En við erum ekki nógu vel í takti við nútímaleikhús
eins og ég sé það fyrir mér, skilurðu. Menn segja að leikhús eigi að vera
spegill samfélagsins, mér finnst það oft verða spéspegill, kóa með samfé-
laginu frekar en hvetja það til dáða og reita það til reiði. Þó að Þjóðleik-
húsið eigi að höfða til allra þá má það ekki gelda sjálft sig í leiðinni. Það
verður að vera óhrætt við að taka afstöðu.
Af þeim örfáu sem mér finnast koma til greina í starfið þykir mér Balt-
asar Kormákur einna vænlegastur. Mér finnst hann hafa til að bera djörf-
ung, hann er framkvæmdamaður, hann hrífur fólk með sér. Mér finnst
skipta miklu máli að stjórnandi sé vel liðinn. Mörgum finnst eingöngu
skipta máli að útkoman sé góð, hvernig sem mórallinn er, en ég er ósam-
mála því. í raun og veru verður útkoman alltaf betri ef það er heilbrigt og
uppbyggilegt samkomulag í öllum valdapýramídanum.“
Undiraldan þung
Verkefni Stefáns um það leyti sem þetta viðtal var tekið var að leikstýra nýju
verki eftir ungan íslenskan höfund, Jón Atla Jónasson. Þetta er fyrsta verk
hans sem fer á svið en áður hefur hann gefið út smásagnasafnið Brotinn
taktur ( 2001). Segðu aðeinsfrá þessu verki.
„Það heitir Draugalest og fjallar um krísu karlmanns. Það gerist í
nokkurs konar sjálfshjálparhópi og leikrit Þorvalds Þorsteinssonar, And
Björk of course, kemur vissulega upp í hugann. En Draugalest er allt
öðruvísi. Þó er ekki hægt að segja að þetta sé heilbrigður hópur og körl-
unum fjórum gengur kannski ekkert allt of vel að fóta sig í pró-
gramminu. Þeir eru samt að reyna og dramatúrgískt er þetta mjög
spennandi leikrit.
Jón Atli er ungur höfundur og hefur ferska sýn á formið. Og það er
ekki allt á yfirborðinu í verkinu, undir niðri krauma óræðir straumar
sem er svo gaman að finna fyrir. Hann hefur þegar samið þrjú leikrit,
TMM 2004 • 1
33