Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 100
Aðalsteinn Ingólfsson Ef til vill er ólíku saman að jafna, en mér eru minnistæð nokkur ís- lensk heimili frá sjötta og öndverðum sjöunda áratugnum sem enn eru varðveitt nokkurn veginn óbreytt, þar sem bjó ungt menntafólk eða sjálf- menntað alþýðufólk með myndverkum eftir Þorvald Skúlason, Svavar Guðnason, Karl Kvaran, leiðandi listamenn þess tíma. Að sönnu voru að- stæður þessu fólki að ýmsu leyti hagstæðar, myndlistarvettvangurinn lít- ill, listamennirnir aðgengilegir og umræðan um myndlistina lífleg. Hér skal látið af umkvörtunum í bili, því hægt er að vinna bug á því ófremdarástandi í íslenskri myndlist sem hér hefur verið lýst. En það tek- ur tíma og stefnumörkun. Fræðsla er lykilorðið; listfræðsla á öllum stig- um skólakerfisins, listasaga, reglulegar sýningarferðir, fundir með lista- mönnum. í þessu ferli þarf stöðugt að hamra á menningarlegu mikilvægi myndlistarinnar og sjónlista yfirleitt. Aðstoða má listamenn til að gera verk sín sýnilegri í helstu byggða- kjörnum, bæði með beinum styrkjum eða þjónustusamningum þar sem listamönnunum sjálfum er gert að afla hluta íjárins og halda uppi ákveð- inni fræðslustarfsemi. Síðan kostar það ríkið lítið að veita skattgreiðendum afslátt út á þá myndlist sem þeir kaupa og færa söfnunum að gjöf. Við þetta mundi glæðast listaverkamarkaðurinn, sem um langt skeið hefur verið í dróma, og ekki einvörðungu fyrir margnefnt áhugaleysi. Ekki þarf heldur marg- ar milljónir til viðbótar svo helstu myndlistarstofnanir geti sinnt hlut- verki sínu nokkurn veginn skammlaust. Sjái einhver eftir þeim milljón- um má nota samanburðarfræðina og nefna þá fjármuni sem notaðir eru til eflingar bókmenntanna og tónlistarinnar í landinu. Aukin vitneskja um myndlistina, stöðug umræða um þýðingu og hlutverk hennar í samtímanum, umfram allt aukinn sýnileiki hennar í menningarlífmu hlýtur síðan að leggja auknar kvaðir á þá sem stjórna fjölmiðlunum, þeim verður ljóst að framhjá myndlistinni verður ekki gengið. Feginn hefði ég viljað heyra og sjá samtök listamanna ræða þessi og önnur hagsmunamál sín í þaula, áður en þau tóku upp á arma sér hug- myndina um útrás og heimsfrægð. Það er í tísku að markaðstengja allan fjárann, jafnvel menningarumræðuna. Því má segja sem svo að um út- flutning myndlistarinnar hljóti að gilda það sama og í öðrum útflutningi, að þeir sem vilja keppa á öðrum mörkuðum verði að búa við sömu skil- yrði og keppinautarnir. 98 TMM 2004 • 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.