Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 91
Á LÍÐANDI STUND unda áratugnum og fengust við ýmiskonar tilraunir í umfjöllun um veruleikann og samfélagið. Á sýningunni eru verk eftir Joseph Beuys, George Brecht, John Cage, Henning Christiansen, Robert Filliou, Dieter Roth, Gerhard Ruhm, Takako Saito, Tomas Schmit, Daniel Spoerri, Endre Tót, Ben Vautier, WolfVostell, Emmett Williams og marga fleiri. 27. mars verður opnuð í safninu sýning á íslenskri myndlist 1900-1930 sem stendur til 14. júní. Framsetning málverksins einkenndist á þessum tíma af þróun frá natúralísma til huglægari túlkunar og á sýningunni eru verk eftir Þórarin B. Þorláksson, Ásgrím Jónsson, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Kristínu Jónsdóttur, Finn Jónsson, Gunn- laug Blöndal, Mugg, Nínu Scemundsson og fleiri. 3. apríl verður opnuð í Sjónarhorni Listasafnsins Ijósmyndainnsetning og videoverk eftir Rögnu St. Ingadóttur og stendur sú sýning til 2. júní. f Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi stendur nú yfir áðurnefnd sýning á verkum Ólafs Elíassonar til 14. mars. Á Kjarvalsstöðum er samsýning þriggja myndhöggvara, Önnu Eyjólfsdóttur, Ragnhildar Stefánsdóttur og Þórdísar Öldu Sigurðardóttur til 28. mars. í Gerðubergi velja Spaugstofupiltar verk á næstu Þetta vil ég sjá - sýningu sem verður opnuð 6. mars og stendur til 12. apríl. 15. maí verður svo opnuð þar sýningin Allar heimsins konurmeð verkum 174 kvenna frá jafnmörgum löndum. Bókmenntir Arnaldur Indriðason verður á Ritþingi í Gerðubergi 17. apríl og verður fróðlegt að heyra hann ræða uppvöxt sinn og þróun frá því að vera glöggur kvikmynda- og krimmagagnrýnandi til þess að verða vinsælasti og mest seldi höfundur landsins. Arnaldur er sem kunnugt er sonur Indriða G. Þorsteinssonar sem var einn merkasti rithöfundur landsins á 20. öld. Fyrir utan bækur Arnarlds hafa fáar bækur orðið eins vinsælar á und- anförnum árum hér á landi og vesturfarasögur Böðvars Guðmunds- sonar, Híbýli vindanna og Lífsins tré. Þeir sem fylgjast með dönsku bók- menntalífi hafa tekið eftir því að þær eru nú komnar út á dönsku í þýðingu Gísla Magnússonar (Vindenes hjem og Livets trœ, PP Forlag) og voru á lista yfir þær „tíu bestu“ í bókablaði Politiken í margar vikur. Auk þess skrifaði gagnrýnandi blaðsins, May Schack, afar loflega um bæk- urnar þó að stórar sögulegar skáldsögur eigi yfirleitt ekki upp á pall- borðið hjá dönskum bókmenntamönnum um þessar mundir. Böðvar, segir gagnrýnandinn, „har med sin tobindsroman skabt et stort og under- TMM 2004 • 1 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.