Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 91
Á LÍÐANDI STUND
unda áratugnum og fengust við ýmiskonar tilraunir í umfjöllun um
veruleikann og samfélagið. Á sýningunni eru verk eftir Joseph Beuys,
George Brecht, John Cage, Henning Christiansen, Robert Filliou, Dieter
Roth, Gerhard Ruhm, Takako Saito, Tomas Schmit, Daniel Spoerri, Endre
Tót, Ben Vautier, WolfVostell, Emmett Williams og marga fleiri.
27. mars verður opnuð í safninu sýning á íslenskri myndlist 1900-1930
sem stendur til 14. júní. Framsetning málverksins einkenndist á þessum
tíma af þróun frá natúralísma til huglægari túlkunar og á sýningunni eru
verk eftir Þórarin B. Þorláksson, Ásgrím Jónsson, Jóhannes Kjarval, Jón
Stefánsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Kristínu Jónsdóttur, Finn Jónsson, Gunn-
laug Blöndal, Mugg, Nínu Scemundsson og fleiri.
3. apríl verður opnuð í Sjónarhorni Listasafnsins Ijósmyndainnsetning
og videoverk eftir Rögnu St. Ingadóttur og stendur sú sýning til 2. júní.
f Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi stendur nú yfir áðurnefnd sýning
á verkum Ólafs Elíassonar til 14. mars. Á Kjarvalsstöðum er samsýning
þriggja myndhöggvara, Önnu Eyjólfsdóttur, Ragnhildar Stefánsdóttur og
Þórdísar Öldu Sigurðardóttur til 28. mars.
í Gerðubergi velja Spaugstofupiltar verk á næstu Þetta vil ég sjá -
sýningu sem verður opnuð 6. mars og stendur til 12. apríl. 15. maí verður
svo opnuð þar sýningin Allar heimsins konurmeð verkum 174 kvenna frá
jafnmörgum löndum.
Bókmenntir
Arnaldur Indriðason verður á Ritþingi í Gerðubergi 17. apríl og verður
fróðlegt að heyra hann ræða uppvöxt sinn og þróun frá því að vera
glöggur kvikmynda- og krimmagagnrýnandi til þess að verða vinsælasti
og mest seldi höfundur landsins. Arnaldur er sem kunnugt er sonur
Indriða G. Þorsteinssonar sem var einn merkasti rithöfundur landsins á
20. öld.
Fyrir utan bækur Arnarlds hafa fáar bækur orðið eins vinsælar á und-
anförnum árum hér á landi og vesturfarasögur Böðvars Guðmunds-
sonar, Híbýli vindanna og Lífsins tré. Þeir sem fylgjast með dönsku bók-
menntalífi hafa tekið eftir því að þær eru nú komnar út á dönsku í
þýðingu Gísla Magnússonar (Vindenes hjem og Livets trœ, PP Forlag) og
voru á lista yfir þær „tíu bestu“ í bókablaði Politiken í margar vikur. Auk
þess skrifaði gagnrýnandi blaðsins, May Schack, afar loflega um bæk-
urnar þó að stórar sögulegar skáldsögur eigi yfirleitt ekki upp á pall-
borðið hjá dönskum bókmenntamönnum um þessar mundir. Böðvar,
segir gagnrýnandinn, „har med sin tobindsroman skabt et stort og under-
TMM 2004 • 1
89