Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 122
Kristján Jöhann Jónsson
þroskasögu. Sigþrúður bendir á að saga Halldórs af bernsku sinni dragi
allt frá fyrstu blaðsíðu upp mynd af fullmótuðum einstaklingi, sögumað-
ur og aðalpersóna séu sami maðurinn og hann sé hið áttræða Nóbels-
skáld. Um þetta er hann alveg meðvitaður sjálfur eins og hann segir í
Úngur eg var. „Sögu sín sjálfs getur einginn sagt, hún verður því meira
þrugl sem þú leggur meira á þig til að vera sannsögull.“10
Þeirrar sjálfstæðu og tortryggnu túlkunarfræði sem einkennir grein
Sigþrúðar sakna ég í bók Hannesar sem tekur sjálfslýsingar Halldórs gild-
ar eins og í þeim felist einhvers konar hlutlægur sannleikur og leggur þær
til grundvallar frásögn sinni af æskuárum Halldórs.
Einstaklingur og samfélag
Hinn ungi snillingur byrjar smám saman að fara af bæ og það verður
fljótlega ljóst utan sveitar að hann sker sig úr á flestum sviðum. Hann fer
í skóla og hafnar honum að því er virðist á þeim forsendum einum að
skólinn sé ekki nógu góður fyrir hann. Ekki verður þess vart að höfund-
ur ævisögunnar leggi neinn sérstakan skilning í það hvers vegna við-
fangsefni hans sker sig úr sínum hópi og telur skólann ekki samboðinn
sér. Honum verður tíðrætt um augnatillit kvenna og virðist að öðru
jöfnu telja þau til tíðinda en kannski er það ekki fréttnæmt að sextán ára
strákar og stelpur skiptist á augnaráðum og leiðist heim eftir götu þegar
orðið er dimmt.
Hannes kemur víða að tilsvörum sem gætu bent til þess að Laxness
hafí talið sig hátt yfir samborgarana hafinn. Hvergi er bent á hugmyndir
þessa tímabils um mikilmennið, möguleika þess og siðferði. Annar og
þriðji áratugur aldarinnar var nýrómantískur og þó að ofurmennishug-
mynd Nietzsche hafi verið látin svífa yfir fullmörgum vötnum í skrifum
manna um þessa tíma er tæplega heppilegt að horfa fram hjá þeim miklu
kenningum um „manninn“ sem settu mark sitt á upphaf aldarinnar.
Flestir lista- og menntamenn voru á einhvern hátt að máta sig við þær,
leika listamannshlutverk sín. Um þetta fjallar bók Halldórs Guðmunds-
sonar Loksins, loksins" meðal annars og ég hafði búist við að stjórnmála-
fræðingur og hugmyndasögufræðingur gæti fýllt þá mynd og haldið
áfram þar sem henni sleppti.
Halldór fer utan og leggur hart að sér enda markmiðið að sigra heim-
inn eða farast ella. í annarri utanferð sinni, 1921, fór hann til Þýskalands
og Austurríkis og rústir þýskra borga höfðu sterk áhrif á hann.12 Hannes
ræðir það ekki heldur slær því föstu að ástarsorg hafi verið meginástæð-
an fýrir því að Halldór gerðist kaþólskur, ákvað að verða munkur og snúa
120
TMM 2004 ■ 1