Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 72
Þorsteinn Þorsteinsson í grein sinni „Til varnar skáldskapnum“ (1952) hafði Sigfús gagnrýnt Bjarna Benediktsson frá Hofteigi harðlega fyrir að hann hefði ekki nægi- legan áhuga á mannlegri viðleitni.20 En er það virkilega svo, spyr skáldið nú, að mannleg viðleitni sé einskær sjálfsblekking? Var barátta og fórnar- lund fyrri tíðar manna sem lögðu lífið í sölurnar til að andæfa kúgun og óréttlæti, var hún ekki annað en „tál trúgirni vindbóla“? Upphaflegur tit- ill ljóðsins var „Trúin á manninn“ og Sigfús hugðist setja því einkunnar- orð eftir Alain: „Trúin á manninn er manninum örðug, því að hún er trú á hinn lifandi anda; hún er sú trú sem knýr mannsandann sporum, sting- ur hann, lætur hann blygðast sín, sú trú sem skekur sofandann.“21 Orðin eru úr smágrein sem heitir „Rauðu asnarnir“ en gæti eins heitið ,Lofgjörð um efann‘ (sbr. samnefnt kvæði Brechts sem Sigfús þýddi). Bölsýni ljóðsins er vissulega mikil. Getur hún orðið öllu meiri, liggur manni við að segja. Mikilvægt er þó að átta sig á því, þráttfyrir allt, að ljóðið flytur ekki niðurstöður skáldsins, það ber einungis fram spurning- ar. En spurninganna hefur verið spurt þó þeim sé ekki svarað. Eftir stend- ur efinn. Einhverjir mundu reyndar segja að að þriðja bjartsýnisljóð væri enn dekkra. Og satt er það: reiði skáldsins er þar í hámarki, hann formælir af fullum fjandskap því lífi þar sem menn eru hæddir og niðurlægðir, svipt- ir mannlegri reisn. Manni verður hugsað til orða Sigfúsar í „Til varnar skáldskapnum“ þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að mikilvægt hlutverk lista sé að „sýna manninum fram á að hann er maður, knýja hann til að neita að lifa hálfu lífi“.22 Þriðja bjartsýnisljóð: um lífið Lífið er nákvæmlega skoðað eins hundkvikindis líki. Eins hundkvikindis, já eins lúsugs hundkvikindis líki. Aumi hundsræfill! Nú verður þér loksins kennt að halda kjafti. Nú skal þér verða sigað! Nú skaltu gjamma! Láttu nú sjá að þú kunnir að sperra rófuna! Þú munt fá að kenna á keyrinu þegar þú snýrð aftur. 70 Ótótlega kvikindi! Skríddu! Flaðraðu! Veltu þér á hrygginn! TMM 2004 • 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.