Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 106
JÓNAS SEN
að plokka í strengi hljóðfærisins og rífa burt nóturnar. Var þetta sjónar-
spil svo vel gert að maður tók eiginlega ekkert eftir tónlist Snorra, sem
var annars smekkleg og ljúf áheyrnar. Þó Sigurður sé ekki beint ballet-
dansari var leikur hans tilgerðarlaus og sannfærandi og dans Lovísu var
svo þokkafullur að maður gjörsamlega gleymdi stund og stað. Hvernig
þau tvö sameinuðust í lokin án þess að vera með einhvern dónaskap var
unaðslegur hápunktur á frábærum gjörningi, einstaklega fallegt augna-
blik sem lengi verður í minnum haft.“
Sigur á óperusviðinu
Það var þó í Gamla bíói sem dramað sló virkilega í gegn. Macbeth eftir
Verdi þótti einhver besta sýning íslensku óperunnar í langan tíma og þar
var ýmislegt sem kom á óvart. Leikmyndin var byggð á óreiðukenningu
stærðfræðinnar, en það er aðferð sem stærðfræðingar nota til að gera hið
ófýrirsjáanlega og tilviljunarkennda skiljanlegt. Samkvæmt óreiðukenn-
ingunni geta einföldustu breytingar valdið mikilli röskun; ef fiðrildi
blakar vængjum sínum veldur það hugsanlega náttúruhamförum hinu-
megin á hnettinum. Sömu lögmál eru að verki í Macbeth, minnsta hug-
arfarsbreyting leiðir til valdaráns, ógæfu og stríðs, og því þótti sviðs-
myndin, sem samanstóð af flekum er raðað virtist af handahófi og
minnti á risastóran, brotinn spegil, sérlega viðeigandi.
Einsöngvararnir stóðu sig prýðilega og sérstaka athygli vakti Elín Ósk
Óskarsdóttir í hlutverki Lafði Macbeth. Frammistaða hennar var í einu
orði sagt stórfengleg. Elín var einmitt tilnefnd til fslensku tónlistarverð-
launanna sem flytjandi ársins, og hvers vegna hún varð ekki hlutskörpust
er mér fýrirmunað að skilja. Sömuleiðis er það mér ráðgáta af hverju hún
hefur ekki komið fram offar í uppfærslum íslensku óperunnar í gegnum
tíðina. Stal hún ekki senunni frá Kristjáni Jóhannssyni í Valdi örlaganna
í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma? Nei, Elín hefði átt að fá íslensku tónlist-
arverðlaunin sem flytjandi ársins, ekki Sinfónían.
Stórkostlegur píanóleikari
Ólíkt Macbeth olli sýning Sumaróperunnar vonbrigðum, en í ár sýndi
hún Krýningu Poppeu eftir Monteverdi. Að mínu mati var sýningin ekki
merkilegri en hver önnur nemendasýning þó framtakið í sjálfu sér hafi
verið frábært.
Talandi um sumarið þá þótti mér Skálholtshátíðin óvenju daufleg;
meira að segja kaffihlaðborðið var ekki svipur hjá sjón, bara þjóðlegt
f04
TMM 2004 • 1