Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 45
Dánarrannsóknir og morðtilraunir stjórnin, hið ráðandi afl ljóðlistarinnar, er ekki hrifm af látum. Stjórnin lækkar rostann í Hallgrími Helga, Stefáni Mána, Eyvindi Pétri og Stein- ari Braga, yndislegum róttæklingum af öllum tegundum, og segir „sussubía, krakkar, ekki þessi læti...“ og þeir sitja eftir sárir á hálfum launum. „Hey krakkar, ég er með hugmynd, af hverju skrifið þið ekki eins og Sigurbjörg, eða Sigtryggur ...“ Pent og fínt. Sneitt og skorið. Og kurteist. Vandvirkni á ekki að vera eyðileggjandi afl, eins og svo oft verður raunin. Vandvirkni snýst ekki bara um að skera niður, fækka orðum og ritskoða burt skoðanir, heldur og að bæta við, þykkja, stækka, skýra, breiða út hugmyndirnar útvíkkaðar og endalausar. Ég veit ekki hvort íslensk skáld eru svona miklar smásálir, en það geislar ekki beinlínis af ljóðum þeirra. Innhverf og einhverf, lokuð og feimin við að láta í sér heyra („sound of like you’ve got a pair“ hrópaði liðþjálfinn í Full Metal Jacket, og allt í einu var hvergi skáld að finna: „I bet you could suck a golf- ball through a gardenhose.11). Skáld gegn stríði hvísla í mótstöðunni, merkilegt nokk. Skáld eiga ekki að vera friðarsinnar, þó þau séu á móti stríðum, skáld eiga að vera byltingasinnar (og nei, þetta er ekki stafsetn- ingarvilla: krefst byltinga í fleirtölu). Gandhi var ekki friðarsinni, þó hann væri mótfallinn ofbeldi. Gandhi háði glæsilegustu orrustu nútím- ans. Ef maður á ekki erindi upp á dekk, ef maður ætlar ekki að taka til hendinni, þá á maður að halda sig til kojs. Halda sig til skúffs. Þegar við hrópum „RÆS!!!“ viljum við engar mannleysur um borð. Enga geispa uppi á dekki, þakka þér fyrir. Engin andvörp. Annars verður einhver settur frá borði í næstu höfn. Skyndilega pípir tölvan. Ég sest niður, set hana í fangið á mér og hristi af mér skjávarann. Ljóðskáldið er komið á msn messenger, spjallforrit lífs- ins. f boði Microsoft. Ljóðið á sjúkrarúminu hóstar og kveinar. Skáldið er ekki bara annar, heldur og margur. Allir eru ljóðskáld/lesandi. Hvaða lœti! Hvaða lœti! Hvaða píp! Útskýrðu mál þitt! Ég hrekk upp. Þarf maður að standa við orðin tóm? Útskýra mál mitt? „Uhh. Hérna ... ég er ekkert að trufla, er það?“ Nei, í margblessuðum bœnum, ég er í hálfri vinnu við að hangsa á kafft- húsum. En vildirðu samt gjöra svo vel að koma þér að efninu. Skorinorðar hugsanir, skorinorðar spurningar! „Hvað varð þess valdandi að þú fékkst áhuga á ljóðum?“ Mér líður eins og ég sé Gísli Marteinn að taka viðtal við einhvern sem ég hef aldrei hitt. í skemmtiþætti, þetta sé það sem heitir í Washington „human interest story“. TMM 2004 • 3 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.