Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 42
Eiríkur Örn Norðdahl
Ég fæ á tilfinninguna að Ljóðið sé í öndunarvélinni af því ljóðskáldin
eru gegnsýkt af vemmilegheitum, ljóðandi út úr sér lífinu eins og lífið lifi
í eyðunum, skera burt orð úr setningum þar til setningarnar sjálfar verða
að daufum skugga sín sjálfra - ljóðið vart nema kviðlingurinn af sjálfu
sér orti góður maður - og mig grunar að líf þessara skálda séu síður en
svo sá dans og mikilfengleiki sem líf geta verið, að eyðurnar í skáld-
skapnum séu til komnar af eyðilegum lífum skáldanna, eyðilegum
hugum þeirra.
Ég stend á fætur, borga kaffibollann, pakka saman lappanum og val-
hoppa af stað í gegnum bæinn beinustu leið upp á heilsugæslustöð. Með
beyg í hjarta. Nei, með ótta í hjarta. Líkt og röðulsetrið brennur ekki á
mér.
Á heilsugæslustöðinni er mér vísað á gjörgæsludeildina af vinalegum
hjúkrunarfræðingi. Ég lít inn í stofuna gegnum rúðu á veggnum. Ljóðið
er fölt, einhver hefur breitt yfir það fána lýðveldisins upp að haus og
bundið það fast við stuðul og staf. Læknirinn, sem skyndilega stendur við
hliðina á mér, segir í hálfum hljóðum: „Ég veit ekki hvort við getum gert
nokkuð fleira. Við höfum haldið hvert ljóðakvöldið á fætur öðru, tæmt
alla sjóði og keypt hverja skruddu sem hefur verið gefin út síðustu
hundrað árin. Við höfum meira að segja reynt að líta undan til að sjá
hvort það væri að þykjast. En allt kom fyrir ekki, ljóðið er vart með lífs-
marki. Hefur ekki sagt neitt markvert í árafjöld, stamar upp úr sér Tím-
anum og vatninu á góðum degi - stundum held ég það sé hreinlega ekki
með réttu ráði - auk þess er höfuð þess þyngra en svo að herdeildir
sjúkraliða fái lyft. Það ku nefnilega hellt fullt af myrkri.“
Ég dæsi. Kristján hafði kannski rétt fýrir sér? Er þetta formerkjavanda-
mál? Maður blæs varla lífi í dauðar glæður, þegar hægt er að snúa sér að
næsta bálkesti. Kveikja nýja elda.
„Má ég líta inn?“ spyr ég og læknirinn opnar dyrnar fyrir mér.
„Já. En hafðu hægt um þig, ljóðið er þreytt, og þrátt fyrir verkjalyfja-
súpuna á það óhægt um tjáningu.“ Ég lofa og sver í bak og fyrir (Guð og
Föðurlandið!), skýst eins og eldibrandur inn fyrir hurðina og skelli í lás
á eftir mér.
Læknirinn gapir framan í mig í gegnum rúðuna, furðu lostinn. Ég
brosi, hneigi mig, og vind mér svo að sjúkrarúminu. Á hálfrar mínútu
fresti heyrist píp í hjartalínuritinu, Ljóðið er með augun aftur, og slöngu
í munninum. Ég losa hana varlega upp úr kokinu og hvísla að því ein-
hverjar illa ígrundaðar ásakanir. Gerist dónalegur í orðavali, jafnvel svo
að mér blöskrar. Svo tala ég hærra. En Ljóðið bærir ekki á sér. Ég ffeygi
slöngunni á rúmið og læt mig detta niður í leðurstól við hliðina á sjúkra-
40
TMM 2004 -3