Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 110
Bökmenntir Sveitabörn léku sér við burgeisabörn og verkamannabörn og menntamannabörn og fisksalabörn - börn af öllum stigum kynntust í fyrsta sinn í ellefu hundruð ára sögu þjóðarinnar, fengu að leika sér saman í fyrsta - og eina - sinn. Þarna príluðu stéttirnar saman upp og niður stillansa nýrra tíma svo að burgeisabörnin enduðu sum hver sem sjómenn, verkamannabörnin sem iðnjöfrar og sveitabörnin sem landeyður, iðnaðar- menn, skáld eða sjómenn. (69—70) En nú er þessi byggð horfin í gróðurþykkni og börn frumbýlinganna komin á miðjan aldur. I forgrunni frásagnarinnar er ein fjölskylda, þrjár kynslóðir, og fulltrúar tveggja þeirra eldri eiga sameiginlegt að hafa tengst og tilheyrt íslenskri vinstri- hreyfingu. Elstur er Einar Egilsen, gamli sósíalistaforinginn sem „bilaði aldrei“, „hélt fast í heimsmynd sína og endurskoðaði aldrei neitt“, en hefur nú misst heilsuna og er aðeins „sorg á stól“ í augum barnabarna sinna. Sonur hans Baldur hefur litið á það sem hlutverk sitt að sætta hugsjónir föður síns við hugmyndir og hugsjónir nýs tíma og komst ungur í fremstu röð innan Hreyfingarinnar en var þá snögglega bolað burtu. Baldur er fæddur um 1950 þannig að þroskaár hans falla saman við þá kynslóð sem kennd er við 1968, en einhvern veginn stendur hann álengdar af því hann hefur aldrei „gefist vitleysunni á vald, aldrei gengið inn um dyrnar. Hann hafði misst af undrum sinnar kynslóðar og var ekki fulltrúi neins“ (100). Þegar hér er komið er Baldur sestur í helgan stein, ræktar sinn séríslenska garð og fæst við að skrifa glæpasögur og mála naífískar myndir undir öðru nafni en sínu eigin. í forgrunni er einnig Geiri vinur hans og sam- herji, sveitamaður sem hefur einhvern veginn dagað uppi í heimi þeirra hug- sjóna sem hann ánetjaðist ungur, ennfremur Katrín kona Baldurs og börn þeirra tvö, Sunneva og Sigurlinni. Hugrenningum og tilvistarkreppu þeirra, einkum stúlkunnar, er lýst af næmleika. Baldur og Geiri eru svipir frá liðnum tíma. Höfundur hnýtir skemmtilegar fléttur í kringum þá á þessum sólarhring og lýsing þeirra er skýrt dregin, meðal annars með því að hún fléttast saman við minni úr þeim menningarheimi ljóða, söngva, mynda og sagna sem er snar þáttur í þessum persónum og tímanum meðan „Hreyfingin“ var og hét: Hann er staddur á víðavangi, það er víðavangsþögn. Og er litla ögn innskeifur í kjarv- ölskum afdal á Austurlandi; logandi haustgróður og hágnæf fjöll; vatn á heiði; vættur í mosa og andlit í bergi, bátur sem siglir hægt eftir loftinu þvert. (34) Innlifun er ein helsta aðferðin til geðfelldrar persónusköpunar, stundum sam- samandi, stundum írónísk: Hann gengur í logni ljósrar nætur. /.../ Regnið hefur engin áhrif á óaðfinnanleika hans. Áfengið hefur ekki gert annað en að hvessa kinnbein hans. (31) Þegar eina raunverulega illmennið birtist á sviðinu er gagnstæðum aðferðum beitt: fjarlægð og framandgervingu: 108 TMM 2004 • 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.