Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 13
Bréf frá Þórbergi Þórðarsyni
til þess að hitt sé nokkurntíma gert. Rúmið var mjög svipað rúmum í
Suðursveit, álíka breitt og álíka langt, svo að keisarinn hefur ekki getað
rétt úr sér í því nema að liggja á ská eða að vera dvergvaxinn. Svo var ekið
hér og þar um borgina og yfír „hina bláu Dóná“ sem var reyndar álíka
mórauð og Jökulsá á Breiðamerkursandi. Við vorum tæpa mínútu að aka
yfir hana á fremur hægum bílhraða.
Þessari sætsýingu lauk með því að okkur var skúbbað út úr vögn-
unum, ekki á sömu stöðum og við vorum tekin upp í þá heldur einhvers
staðar í stórborginni, án nokkurra leiðbeininga. Þannig er Unuhús kap-
italismans. Það kostaði okkur Margréti langa göngu, miklar fyrirspurnir,
marga króka, stundum áfram, stundum aftur á bak, áður en við náðum
seint og síðar meir heim til jómfrú Elítu. Þá var klukka þrjú, en sætsýing-
unni lauk um klukkan tólf.
En ekki var griður gefinn. Nú varð að fara í Stefánskirkjuna. Það er
stórt nafn hér, og góna þar góða stund. Ekkert óvenjulegt.
En svo henti okkur annað verra. Margrét hélt áfram að spyrja og nú
gróf hún það upp að í borginni væri ennþá uppi standandi kirkja frá ell-
eftu öld. „Ég fer ekki úr bænum fyrr en ég er búin að sjá hana.“ Og nú
hófst mjög löng og flókin ganga um mörg stræti og margir stoppaðir á
strætunum og spurt: Kirkja frá elleftu öld? Kirkja frá elleftu öld? Einn
benti í þessa átt: „Þarna!“ Annar í öfuga átt: „Þarna!“ Þriðji gerðist
ígrundandi og sagði svo: „Þið gangið þessa götu að þriðja horni, beygið
þá til vinstri að næsta horni, beygið þá til hægri og gangið fram hjá
tveimur hornum, beygið þá til vinstri og gangið beint áfram þangað til
þið komið að kirkjunni.“ Við gengum í báðar þessar áttir, allar þessar
götur, fyrir öll þessi horn, svo beint áfram þar til gatan sagði stopp, en
kirkju fundum við enga. Nú var Margrét farin að setja upp andlitið sem
fáir myndu hafa kjark til að bjóða heim. En ekki hvarflaði að henni að
gefast upp. Hún sagði aðeins: „Andskotans helvítis pakkið að vita ekki
annað eins og þetta!“ En Vínarbúar eru léttir og glaðir og Ijúga heldur til
þegar þeir eru spurðir en segjast ekki vita.
Nú tók Margrét sér dálitla hvíld frá spurningunum og dró mig með
sér niður að Dónárkanal og settumst þar á bekk. Ekki unni hún sér þar
langrar hvíldar. Aftur var spanað upp í bæinn og byrjað þar sem fyrr var
frá horfið. Nú mættum við öldruðum hjónum með heiðarleg og upplýst
andlit. „Fyrirgefið! Kirkja frá elleftu öld, elsta kirkja í Vín!“ „Hún er
þarna,“ sagði maðurinn og benti mjög sannfærandi á húsahverfí stutt í
burtu. Við þangað, og þar stóð kirkjan, óásjálegt grjótverk. En nú mætti
okkur sú þrautin að kirkjan var lokuð, en auglýst utan á henni að hún
yrði opin klukkan - ég man ekki hvað - í fyrra málið. „Ég fer þá,“ sagði
TMM 2004 • 3
11