Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 13
Bréf frá Þórbergi Þórðarsyni til þess að hitt sé nokkurntíma gert. Rúmið var mjög svipað rúmum í Suðursveit, álíka breitt og álíka langt, svo að keisarinn hefur ekki getað rétt úr sér í því nema að liggja á ská eða að vera dvergvaxinn. Svo var ekið hér og þar um borgina og yfír „hina bláu Dóná“ sem var reyndar álíka mórauð og Jökulsá á Breiðamerkursandi. Við vorum tæpa mínútu að aka yfir hana á fremur hægum bílhraða. Þessari sætsýingu lauk með því að okkur var skúbbað út úr vögn- unum, ekki á sömu stöðum og við vorum tekin upp í þá heldur einhvers staðar í stórborginni, án nokkurra leiðbeininga. Þannig er Unuhús kap- italismans. Það kostaði okkur Margréti langa göngu, miklar fyrirspurnir, marga króka, stundum áfram, stundum aftur á bak, áður en við náðum seint og síðar meir heim til jómfrú Elítu. Þá var klukka þrjú, en sætsýing- unni lauk um klukkan tólf. En ekki var griður gefinn. Nú varð að fara í Stefánskirkjuna. Það er stórt nafn hér, og góna þar góða stund. Ekkert óvenjulegt. En svo henti okkur annað verra. Margrét hélt áfram að spyrja og nú gróf hún það upp að í borginni væri ennþá uppi standandi kirkja frá ell- eftu öld. „Ég fer ekki úr bænum fyrr en ég er búin að sjá hana.“ Og nú hófst mjög löng og flókin ganga um mörg stræti og margir stoppaðir á strætunum og spurt: Kirkja frá elleftu öld? Kirkja frá elleftu öld? Einn benti í þessa átt: „Þarna!“ Annar í öfuga átt: „Þarna!“ Þriðji gerðist ígrundandi og sagði svo: „Þið gangið þessa götu að þriðja horni, beygið þá til vinstri að næsta horni, beygið þá til hægri og gangið fram hjá tveimur hornum, beygið þá til vinstri og gangið beint áfram þangað til þið komið að kirkjunni.“ Við gengum í báðar þessar áttir, allar þessar götur, fyrir öll þessi horn, svo beint áfram þar til gatan sagði stopp, en kirkju fundum við enga. Nú var Margrét farin að setja upp andlitið sem fáir myndu hafa kjark til að bjóða heim. En ekki hvarflaði að henni að gefast upp. Hún sagði aðeins: „Andskotans helvítis pakkið að vita ekki annað eins og þetta!“ En Vínarbúar eru léttir og glaðir og Ijúga heldur til þegar þeir eru spurðir en segjast ekki vita. Nú tók Margrét sér dálitla hvíld frá spurningunum og dró mig með sér niður að Dónárkanal og settumst þar á bekk. Ekki unni hún sér þar langrar hvíldar. Aftur var spanað upp í bæinn og byrjað þar sem fyrr var frá horfið. Nú mættum við öldruðum hjónum með heiðarleg og upplýst andlit. „Fyrirgefið! Kirkja frá elleftu öld, elsta kirkja í Vín!“ „Hún er þarna,“ sagði maðurinn og benti mjög sannfærandi á húsahverfí stutt í burtu. Við þangað, og þar stóð kirkjan, óásjálegt grjótverk. En nú mætti okkur sú þrautin að kirkjan var lokuð, en auglýst utan á henni að hún yrði opin klukkan - ég man ekki hvað - í fyrra málið. „Ég fer þá,“ sagði TMM 2004 • 3 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.