Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 15
Bréf frá Þörbergi Þórðarsyni inn fór sívaxandi. Ég heyri eimlestir tala, hlaupandi á teinunum, og það var ekki uppörvandi skraf í þessari lest til Búdapest. Hún sagði í sífellu: Alltaf suður, alltaf suður, alltaf móti hærri sól. Alltaf hitnar, alltaf hitnar. Ekki lifirðu næstu jól. Ekki næstu jól, ekki næstu jól. Ekki lifirðu næstu jól. Þessi þula glumdi í eyrunum á mér alla leið á járnbrautarstöðina í Búda- pest, en þangað komum við klukkan hálfátta að kvöldi. Þar náðum við í bíl og keyrðum hálfdauð undir áfallandi myrkri heim á Hotel Dúna þar sem Ferðaskrifstofa ríkisins hafði tryggt okkur herbergi. En þegar á hót- elið kom kannaðist herbergjaúthlutarinn ekki við neitt. Hann leitaði í sínum plöggum en fann hvergi nöfn okkar. „Þau hljóta að vera þarna,“ sögðum við. „Herbergið var fastsett okkur af Ferðaskrifstofu íslenska rík- isins þegar í vetur.“ Ferðaskrifstofa íslenska ríkisins er ekki stórt nafn úti í löndum, síst af öllu þar sem búast má við að fólk hafi fylgst með reisn þessa ríkis síðustu áratugina. Úthlutarinn leitaði þó aftur í sínum plöggum, en árangurslaust. „Hafíð þér þá ekkert herbergi aflögum á hót- elinu?“ spurði Margrét. „Nei, það er allt fullt.“ „Hvað eigum við þá að gera?“ „Það veit ég ekki,“ svaraði úthlutarinn og kippti upp öxlunum og slengdi frá sér handleggjunum, eins og þeirra er skikleur suður í löndum. »Eigum við þá að liggja á götunni í nótt?“ spurði Margrét og setti upp óheimboðslega andlitið. „Ef ykkur sýnist svo,“ svaraði úthlutarinn og kippti öxlunum hærra upp og slengdi handleggjunum lengra frá sér. Þá gerði Margrét akkúrat það sem hún átti að gera, framan í úthlutarann sem ekki var orðinn neitt Unuhúslegur ásýndum. Hún brá á sig sæta brosinu, skreyttu ofurlitlum blæ af hrekkvísi, kannski öllu heldur kæskni í þetta sinn, og segir við úthlutarann: „Ekki mynduð þér nú vilja gera svo vel og hringja á eitthvað hótel upp á herbergi?“ Jú, hann hringdi á hótel og kom með það svar að við gætum fengið þar herbergi. „Er það dýrt?“ spyr Margrét. „Já,“ svarar úthlutarinn, en tekur sig svo á og segir: „Ekki mjög dýrt.“ Er kannski hræddur um að hann losni ekki við Margréti ef hann standi við fyrri framburð sinn, datt mér í hug. Hotel Dúna var meðalhótel að dýrleik. Jæja, við urðum að forða okkur frá gistingu á götunni, fengum bíl og keyrðum góðan spöl áður en við komum til hótelsins, og bílar eru rándýrir í Búdapest miðað við okkar rusl. Þetta var mikið slot á bakka TMM 2004 • 3 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.