Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 15
Bréf frá Þörbergi Þórðarsyni
inn fór sívaxandi. Ég heyri eimlestir tala, hlaupandi á teinunum, og það
var ekki uppörvandi skraf í þessari lest til Búdapest. Hún sagði í sífellu:
Alltaf suður, alltaf suður,
alltaf móti hærri sól.
Alltaf hitnar, alltaf hitnar.
Ekki lifirðu næstu jól.
Ekki næstu jól, ekki næstu jól.
Ekki lifirðu næstu jól.
Þessi þula glumdi í eyrunum á mér alla leið á járnbrautarstöðina í Búda-
pest, en þangað komum við klukkan hálfátta að kvöldi. Þar náðum við í
bíl og keyrðum hálfdauð undir áfallandi myrkri heim á Hotel Dúna þar
sem Ferðaskrifstofa ríkisins hafði tryggt okkur herbergi. En þegar á hót-
elið kom kannaðist herbergjaúthlutarinn ekki við neitt. Hann leitaði í
sínum plöggum en fann hvergi nöfn okkar. „Þau hljóta að vera þarna,“
sögðum við. „Herbergið var fastsett okkur af Ferðaskrifstofu íslenska rík-
isins þegar í vetur.“ Ferðaskrifstofa íslenska ríkisins er ekki stórt nafn úti
í löndum, síst af öllu þar sem búast má við að fólk hafi fylgst með reisn
þessa ríkis síðustu áratugina. Úthlutarinn leitaði þó aftur í sínum
plöggum, en árangurslaust. „Hafíð þér þá ekkert herbergi aflögum á hót-
elinu?“ spurði Margrét. „Nei, það er allt fullt.“ „Hvað eigum við þá að
gera?“ „Það veit ég ekki,“ svaraði úthlutarinn og kippti upp öxlunum og
slengdi frá sér handleggjunum, eins og þeirra er skikleur suður í löndum.
»Eigum við þá að liggja á götunni í nótt?“ spurði Margrét og setti upp
óheimboðslega andlitið. „Ef ykkur sýnist svo,“ svaraði úthlutarinn og
kippti öxlunum hærra upp og slengdi handleggjunum lengra frá sér. Þá
gerði Margrét akkúrat það sem hún átti að gera, framan í úthlutarann
sem ekki var orðinn neitt Unuhúslegur ásýndum. Hún brá á sig sæta
brosinu, skreyttu ofurlitlum blæ af hrekkvísi, kannski öllu heldur kæskni
í þetta sinn, og segir við úthlutarann: „Ekki mynduð þér nú vilja gera svo
vel og hringja á eitthvað hótel upp á herbergi?“ Jú, hann hringdi á hótel
og kom með það svar að við gætum fengið þar herbergi. „Er það dýrt?“
spyr Margrét. „Já,“ svarar úthlutarinn, en tekur sig svo á og segir: „Ekki
mjög dýrt.“ Er kannski hræddur um að hann losni ekki við Margréti ef
hann standi við fyrri framburð sinn, datt mér í hug. Hotel Dúna var
meðalhótel að dýrleik.
Jæja, við urðum að forða okkur frá gistingu á götunni, fengum bíl og
keyrðum góðan spöl áður en við komum til hótelsins, og bílar eru
rándýrir í Búdapest miðað við okkar rusl. Þetta var mikið slot á bakka
TMM 2004 • 3
13