Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 116
Bókmenntir Baldur Hafstað Hversdagsstörf og heimsviðburðir Viðar Hreinsson: Landneminn rnikli og Andvökuskáld. Ævisaga Stephans G. Stephanssonar. Bjartur 2002 og 2003. Fyrir um það bil sjö árum hóf Viðar Hreinsson mikla óvissuferð, bæði í efnalegu og andlegu tilliti. Afraksturinn varð tveggja binda verk um ævi og skáldskap Stephans G. Stephanssonar, Landneminn mikli (2002) og Andvökuskáld (2003). Útgáfu seinna bindisins bar upp á 3. október 2003 en þá voru liðin 150 ár frá fæðingu skáldsins. Þá stóð Viðar ásamt öðrum fyrir ráðstefnu um Stephan G. í Háskóla íslands þar sem margir fyrirlesarar, íslenskir og erlendir, ræddu um Klettaíjallaskáldið frá ýmsum hliðum. Það er kraftur í þessum bókum Viðars, einhver stefna eða leiðarljós sem stundum hefur viljað vanta í ævisögur án þess að ég nefni nokkur nýleg dæmi. Einnig sýnir Viðar sjálfstæði gagnvart viðfangsefninu, bæði Stephani sjálfum og heimildum um hann; maður hafði t.d. aldrei á tilfinningunni að maður væri að lesa stórsnjallan formála Sigurðar Nordals að Andvökum, úrvali frá 1939, eða æviminningar Stephans sjálfs sem margir þekkja úr Bréfum og ritgerðum. Viðar kallar aðferð sína „samræðu við liðna tíð“; hann vill í anda Mikhails Bakhtin gefa hinu gleymda nýtt líf (11:429). Uppvaxtarár skáldsins í Skagafirði og Þingeyjarsýslu setur Viðar gjarnan í menningarsögulegt samhengi auk þess sem hann styðst við efni tengt fjölskyld- unni sem ekki hefur áður komið fram, t.d. dagbækur Jóns Jónssonar í Mjóadal, tengdaföður Stephans. Viðar stillir einnig í hóf umræðu um ljóð skáldsins þó að hann íjalli um ýmis lykilkvæði á nýstárlegan hátt. Þannig líður verkið áfram í ævisögufarvegi þar sem menningarsögu eru jafnframt gerð skil og þetta tvennt tengt við skáldskap Stephans og skoðanir. Þær upplýsingar, sem nú hafa verið lagðar á borðið, munu auðvelda mjög þeim sem á eftir koma að takast á við skáldið, kvæði þess og „skóga hugmynda“. Annað atriði sem snýr að framsetningunni og gerir verkið aðgengilegt eru tíð kaflaskil. Stuttir kaflar raðast á tímaás þar sem ævi skáldsins, „átakasambúð anda og efnis“, blandast saman við sjálfa veraldar- og hugmyndasöguna. Kaflarnir heppnast yfirleitt vel og mynda margir sterka heild. Viðar fer varlega í sviðsetn- ingar sem hafa verið í uppáhaldi hjá sumum ævisagnariturum. En eins og hann hefur bent á sjálfur (sjá Lesbók Morgunblaðsins 17. apríl 2004) gegna svipmyndir úr „einkasögu“ Stephans og fólks hans mikilvægu hlutverki og varpa ljósi á heildarsögu. Þegar Guðmundur Stefánsson, faðir söguhetju, auglýsir markið sitt í Norðanfara árið 1870 (1:86) má t.d. líta á það sem nýja von fátæks manns, sem kominn er yfir miðjan aldur, um að eignast sterkan fjárstofn. Þremur árum síðar auglýsir mágur hans þetta mark sem sitt eigið enda er Guðmundur fluttur úr landi í veikri von um betra líf, ef ekki sjálfum sér, þá a.m.k. börnum sínum til 114 TMM 2004 ■ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.