Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 20
Stefán Máni Glæpasaga íslands íþremur stökkum án atrennu „Fjórir grímuklæddir ræningjar fremja innbrot á Kambi í Flóa.“ Þann 9. febrúar síðastliðinn voru 177 ár frá Kambsráninu (1827), einu elsta dæmi um skipulagða glæpastarfsemi í íslandssögunni, að minnsta kosti ef miðað er við skipulega glæpastarfsemi eins og við þekkjum hana nú. Illskan sem lifir bak við fyrirsögnina hér að ofan, sem er fengin úr rit- inu Öldin sem leið 1801-1860, hún lifir í hjörtum gerendanna sem leynast bak við krassandi fyrirsagnir nútímans; hún er leiðarljós þeirra siðblindu misindismanna sem á hverjum degi stinga saman ncfjum í undirheimum samfélagsins og skipuleggja auðgunarglæpi ýmiskonar, sem þeir síðan hika ekki við að hrinda í framkvæmd, og helgar þá tilgangurinn ávallt meðalið. Nóttina þegar Kambsránið var framið var stormur mikill og hrak- viðri, og vaknaði heimilisfólkið á Kambi við þann illa draum að fjórir menn, djöflum líkastir, höfðu brotið upp bæinn og lögðu á það hendur þar sem það lá nakið í rekkjum sínum. Fólkinu var hótað pyntingum og dauða, því var fleygt fram á gólf og það bundið á höndum og fótum og kaffært undir sængurfötum, heyi og reiðingi, sem grímuklæddir ræn- ingjarnir tættu upp úr rúmunum í leit að fjársjóði þeim sem sögur hermdu að bóndinn á bænum hefði í fórum sínum. Fór svo að lokum að þeir fundu þúsund ríkisdali í peningum í kistli sem þeir brutu upp og höfðu sjóðinn á brott með sér, eftir að hafa hótað heimilisfólkinu því að bærinn yrði brenndur og það með. Ekki er hægt að merkja að þetta grófa rán sé á nokkurn hátt frá- brugðið til dæmis þeim bankaránum sem framin hafa verið á síðustu árum og misserum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem starfsfólk og við- skiptavinir eru teknir í tímabundna gíslingu á meðan vopnaðir og grímuklæddir ræningjar hafa í hótunum og láta greipar sópa í gjaldkera- stúkum áður en þeir hverfa aftur ofan í undirheimana. Og eins og fyrr á öldum þá er hvorki friður né helgi yfir heimilum og lífi borgaranna, ef óvinveittum aðilum sýnist svo. 18 TMM 2004 ■ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.