Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 119
Bókmenntir Annað sem sterklega kemur fram í verki Viðars er þessi órjúfanlega vinátta sem hópur manna bast við Stephan, og það voru reyndar ekki síst menn sem kynntust honum vestanhafs. Hann var lærimeistari og verndari yngri skálda eins og Jóhanns Magnúss Bjarnasonar og Guttorms J. Guttormssonar. Vinirnir vestra mynduðu beinlínis um hann skjaldborg, og Viðar telur t.d. fullvíst að Rögn- valdur Pétursson, andlegur leiðtogi Winnipeg-íslendinga, hafi komið í veg fyrir að Stephan yrði lögsóttur fyrir ummæli sem tengdust þátttöku Norður-Ameríku í fyrri heimsstyrjöldinni (11:291). Það er aðdáunarvert að kynnast baráttu vina Stephans fyrir að koma kvæðurn hans á prent. Einn þeirra, Skafti B. Brynjólfs- son, hélt til íslands ásamt konu sinni árið 1909 til að stjórna útgáfunni á fyrstu þremur bindunum af Andvökum. Ekkert var til sparað og þarna var um eina glæsilegustu Ijóðaútgáfu að ræða sem þekkst hafði á Islandi. Og útgáfan í Winnipeg á 4. og 5. bindinu árið 1923 er sennilega ekki minna afrek. Viðar lýsir vel því ástandi sem þá er komið upp í Vesturheimi. íslenskan er á undanhaldi og Andvökur seljast illa þar, enda bættu ekki úr skák þær heiítúðugu deilur sem staðið höfðu um Vígslóða og minnisvarðann. Viðar bendir á það með mörgum dæmum hve Stephan hefur að mörgu leyti verið á undan sínum tíma. Það er ekki nóg með að hann fordæmi „stríð og Sturl- ungaaldir" þarna vestan úr strjálbýlinu. Hann hugsar um kvenréttindi og umhverfismál og ræðir m.a. um eyðingu skóga (1:253), óviturlega virkjun fall- vatna, uppblástur o.s.frv. Þá sýnir Viðar fram á hve söguskilningur Stephans var glöggur, sbr. spá hans um 20. öldina og mikilvægi smáþjóða (11:38); sbr. einnig athugasemdir hans um Guðmund biskup Arason þegar hann (Stephan) reið um Skagaíjörð árið 1917 ásamt ungum fýlgdarmanni sínum, Brynleifi Tobíassyni. Brynleifur sagði Guðmund Arason hafa verið einhvern óþarfasta mann Islands- sögunnar. Stephan undraðist þessa söguskoðun á manninum sem bókstaflega hafði fetað í fótspor Krists (11:246). Skoðun Brynleifs má segja að endurómi í hinni merku íslandssögu prófessors Jóns Jóhannessonar en mér skilst að fræði- menn nútímans hafi mildast mjög í afstöðu sinni til Guðmundar góða. Að lokum skal tekið fram að Viðar Hreinsson er ljóðrýnandi. Hann virðist hafa mjög næman skilning á skáldskap Stephans og degur gjarnan saman og varpar ljósi á flóknar hugmyndir sem í Ijóðunum birtast. Útlistun hans á kvæð- unum Á rústum hruninna halla (11:337-339) og Martíus (11:340-345) er sann- færandi. I fyrrnefnda kvæðinu bendir hann á líkindi aðalpersónu við Krist (saga sonar ekkjunnar er „píslar- og upprisusaga manns sem neitaði að fara í stríð“); síðarnefnda kvæðið eða bálkinn, sem tengist „þrem af meginviðburðum kristn- innar“, segir Viðar vera „hvítasunnusálm hinnar jarðnesku trúar Stephans“. Þá gerir Viðar Kolbeinslagi góð skil. Hann bendir á að Kolbeinn sé fulltrúi þjóð- legrar hefðar og endurnýjunarafls menningarinnar (með því að finna upp nýjan bragarhátt). Hliðstæðan sem Viðar sér milli túnblettsins, þar sem Kolbeinn hvílir, og Gunnarshólma er frábær. „Þannig andæfir kvæðið Jónasi með því að rétta hlut rímnaskáldanna sem hann hafði hellt sér yfir í ritdóminum um Tristr- ansrímur.“ Hér má bæta við því sem Haraldur Bessason segir í grein frá 1998 um Kolbeinslag og þá list Stephans „að hefja þjóðsögu í veldi goðsagnar“. Haraldur TMM 2004 • 3 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.