Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 29
Rokkstjarna í Kólumbíu
Rokkstjarna í Kólumbíu
Ingibjörg Haraldsdóttir fór á stœrstu Ijóðahátíð í heimi
Á hverju sumri er haldin alþjóðleg ljóðahátíð í borginni Medellín í Kól-
umbíu í Suður-Ameríku. Borgarastyrjöld hefur staðið í landinu ára-
tugum saman, byssubardagar, húsbrunar, sprengingar og önnur hryðju-
verk eru daglegt brauð og eiturlyfin ganga kaupum og sölum, en á ljóða-
hátíðinni safnast saman þúsundir manna og hlusta hugfangnir á ljóð frá
öllum heimshornum. Undarlegt? Ekki laust við það.
Vilborg Dagbjartsdóttir sótti þessa hátíð sér til ómældrar ánægju sum-
arið 2001, en í sumar buðu Kólumbíumenn öðru vinsælu og verðlaun-
uðu skáldi frá íslandi, Ingibjörgu Haraldsdóttur. Hún segir í samtali við
TMM frá hátíðinni, sem var sú íjórtánda í röðinni, XIV Festival Inter-
nacional de Poesía de Medellín, og var haldin í júní. f beinu framhaldi af
þeirri frásögn ræðum við um ljóðaþýðingar og gagnrýni.
Ljóð og stríð
„Hátíðin núna var frábrugðin hinum fyrri að því leyti að hún fór ekki
aðeins fram í Medellín, heldur einnig í Bogotá, höfuðborg Kólumbíu,“
segir Ingibjörg. „Það er erfitt að meta tölur í svona ljarlægu landi en í
einni dagblaðsfrétt kom fram að um 150 þúsund manns kæmu nálægt
hátíðinni á einhvern hátt! Hvort sem sú tala er hárnákvæm eða ekki er
alveg víst að það geta ekki verið margar ljóðahátíðir í heiminum sem
draga að sér fleiri áheyrendur. Það var ótrúlegur fjöldi sem flykktist að,
hvar sem lesið var. Salirnir voru misstórir en allir fylltust þeir - og yfir-
fylltust - hvort sem þeir tóku þúsundir í sæti eða innan við hundrað
manns. í Medellín eru nokkrir háskólar og ég tók þátt í upplestri í stærsta
háskólanum þar sem líka var stærsti salurinn og hann var fullur. Ég las
líka upp í litlu, afar fátæklegu bókasafni í fátækrahverfi og þegar við
komum þangað voru kannski tuttugu hræður að bíða eftir okkur. Okkur
leist ekki alveg nógu vel á það, enda orðin góðu vön. En smátt og smátt
TMM 2004 • 3
27