Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 29
Rokkstjarna í Kólumbíu Rokkstjarna í Kólumbíu Ingibjörg Haraldsdóttir fór á stœrstu Ijóðahátíð í heimi Á hverju sumri er haldin alþjóðleg ljóðahátíð í borginni Medellín í Kól- umbíu í Suður-Ameríku. Borgarastyrjöld hefur staðið í landinu ára- tugum saman, byssubardagar, húsbrunar, sprengingar og önnur hryðju- verk eru daglegt brauð og eiturlyfin ganga kaupum og sölum, en á ljóða- hátíðinni safnast saman þúsundir manna og hlusta hugfangnir á ljóð frá öllum heimshornum. Undarlegt? Ekki laust við það. Vilborg Dagbjartsdóttir sótti þessa hátíð sér til ómældrar ánægju sum- arið 2001, en í sumar buðu Kólumbíumenn öðru vinsælu og verðlaun- uðu skáldi frá íslandi, Ingibjörgu Haraldsdóttur. Hún segir í samtali við TMM frá hátíðinni, sem var sú íjórtánda í röðinni, XIV Festival Inter- nacional de Poesía de Medellín, og var haldin í júní. f beinu framhaldi af þeirri frásögn ræðum við um ljóðaþýðingar og gagnrýni. Ljóð og stríð „Hátíðin núna var frábrugðin hinum fyrri að því leyti að hún fór ekki aðeins fram í Medellín, heldur einnig í Bogotá, höfuðborg Kólumbíu,“ segir Ingibjörg. „Það er erfitt að meta tölur í svona ljarlægu landi en í einni dagblaðsfrétt kom fram að um 150 þúsund manns kæmu nálægt hátíðinni á einhvern hátt! Hvort sem sú tala er hárnákvæm eða ekki er alveg víst að það geta ekki verið margar ljóðahátíðir í heiminum sem draga að sér fleiri áheyrendur. Það var ótrúlegur fjöldi sem flykktist að, hvar sem lesið var. Salirnir voru misstórir en allir fylltust þeir - og yfir- fylltust - hvort sem þeir tóku þúsundir í sæti eða innan við hundrað manns. í Medellín eru nokkrir háskólar og ég tók þátt í upplestri í stærsta háskólanum þar sem líka var stærsti salurinn og hann var fullur. Ég las líka upp í litlu, afar fátæklegu bókasafni í fátækrahverfi og þegar við komum þangað voru kannski tuttugu hræður að bíða eftir okkur. Okkur leist ekki alveg nógu vel á það, enda orðin góðu vön. En smátt og smátt TMM 2004 • 3 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.