Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 53
Guðmundur Andri Thorsson
„Tilgangur. Komdu. Himinn.“
- Hugleiðingar kringum þrjár sjálfsœvisögur 2003
1
Jólabókaflóðin geyma ekki síður lærdóma um hræringar í þjóðarsálinni
en Gallup-kannanir þar sem líðan og lífsskoðun vilja verða spurningar
um einskært neyslustig. Bækurnar sem höfða til fólks fyrir jólin segja
sína sögu - og bækurnar sem höfða ekki til fólks - og umfjöllunarefnin,
hvað það er sem sækir á höfundana. Eftir á að hyggja held ég að eitt
einkenni jólabókaflóðsins 2003 hafi verið öryggisleysi, grunur um stór-
felldar breytingar í aðsigi og í kjölfarið mikil umhugsun um yfírvöld,
forsjá, umönnun, atlætið sem okkur er búið, ábyrgð þeirra sem trúað er
fyrir farsæld annarra; við sáum uppgjör við foreldra og foreldraleysi,
úttekt á átorítetum - og átök um þau.
Þetta var kosningaár. Þetta var ár hins mikla foreldrauppgjörs - árið
þegar kosið var um Föðurinn eða Móðurina. Hvoru þeirra fylgirðu? var
spurt og úrslitin urðu þau sömu og venjulega: Framsókn vann.
Við vorum með öðrum orðum send í fóstur upp í sveit.
En það var eitthvað í loftinu sem virtist kalla á uppgjör við átortítet,
sum þeirra riðuðu, önnur risu; umskipti virtust í aðsigi - „fjörbrot deyj-
andi valds“, kallaði Hallgrímur Helgason það í blaðagrein. Þegar Hannes
Hólmsteinn Gissurarson tók sér fyrir hendur að rita ævisögu Halldórs
Laxness, sem hefur einmitt haft stöðu föðurins í íslensku samfélagi, kom
hann um skeið mjög fram í sjónvarpi til að skemmta með eftirhermum
sínum af talsmáta og tilsvörum Halldórs eins og til að gera skáldið sér
nákomið og sjálfan sig að nokkurs konar miðli milli skáldsins og fólks-
ins. Þegar kom að skriftum gekk hann svo skrefmu lengra og tók sér af
fáheyrðri bíræfni bólfestu inni í sjálfum texta Halldórs, gerði dáðasta
texta 20. aldarinnar að sínum texta, hann fór í vissum skilningi inn í sjálf
Halldórs og leitaðist við að hertaka það eins og geimverur gera í bíó-
myndum. Þessi djarfa tilraun til að taka sér stöðu í miðju íslenskrar
menningar með fjandsamlegri yfirtöku á helstu orkuuppsprettu vinstri
TMM 2004 • 3
51