Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 30
Ingibjörg Haraldsdóttir
troðfylltist þetta bókasafn og áheyrendur urðu mörgum sinnum tuttugu
áður en yfir lauk.
Meðal áheyrenda þar var maður sem átti sérstakt erindi við mig, hafði
heyrt að íslendingur ætti að lesa upp og gaf sig fram við mig að upplestr-
inum loknum. Hann sagðist heita Omar (einsog Omar Khayam, bætti
hann við brosandi) og dró upp úr tösku tvö eintök af Egils sögu Skalla-
grímssonar í spænskri þýðingu. Annað átti ég að fá en hitt bað hann mig
að árita handa Önnu Maríu dóttur sinni, sem væri tíu ára bókaormur.
Omar hefur aldrei komið til íslands en sagðist vera heillaður af landinu
og því sem hann hefði lesið um það, meðal annars þessari bók eftir
Snorra Sturluson sem argentínski rithöfundurinn Jorge Luis Borges
hefði valið til útgáfu í bókaflokki sínum Biblioteca personal. í honum eru
þær bækur sem Borges hafði mestar mætur á. Því miður gafst mér ekki
mikill tími til að spjalla við þennan ágæta mann, en þarna fékk ég enn og
aftur staðfest að þeir leynast víða, íslandsvinirnir.“
Danska skáldið Pia Tafdrup segir frá því í Weekendavisen (nr.30 2004)
að á einum stað hafifólk beðið skáldanna í háttá annan klukkutíma í hita-
brækju undir beru lofti þegar þau töfðust á leiðinni og messu hafi verið
seinkað íþessu kaþólska landi til aðfólkið gæti hlýttá Ijóðin. Áttu einhverja
skýringu á þessum vinsældum?
„Það er óskaplega erfitt ástand í Kólumbíu og hefur verið í að minnsta
kosti fjörutíu ár. Við upplifðum það sjálf, gestirnir á ljóðahátíðinni, að
þarna getur maður búist við hverju sem er hvenær sem er. Þegar ég fór til
Bogotá vorum við fimm í hóp. Eftir upplesturinn fórum við á hótelið
okkar, og þar sem við sátum í mestu makindum og spjölluðum saman þá
kveður við þessi voðalega sprenging sem okkur fannst vera í næsta húsi
eða þar um bil. Hún reyndist nú vera aðeins lengra í burtu, í næstu götu,
og í ljós kom að terroristinn hafði ætlað að sprengja upp lögreglustöð
sem þarna var rétt hjá. En þegar hann kom gangandi með sprengjuna
sína þá sá hann að mikill viðbúnaður var þar fyrir utan og allt fullt af
vopnuðum lögregluþjónum og hermönnum sem hann hafði ekki átt von
á. Hann virðist hafa orðið hræddur og snúið við en þá springur
sprengjan og þeytir honum út um hverfið í smábútum. Það urðu miklar
skemmdir og þrír særðust, var sagt í fréttum. Við urðum ekki vör við
fleiri sprengingar, en skotbardaga heyrðum við um miðjar nætur í
grennd við hótelið í Medellín og stöðugur órói var í loftinu.
Það er einfaldlega stríð í landinu, borgarastríð sem hefur staðið öll
þessi ár, og ekki virðist nokkur maður hafa nokkra trú á að það verði
saminn friður í bráð. Þetta vonleysi í fólkinu er verst af öllu. Viðbrögðin
virðast helst vera þau að gera lítið úr hlutunum. Þegar fréttir komu um
28
TMM 2004 • 3